Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 23:32 Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fór yfir málið með fjölmiðlum í dag. Vísir / AFP Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits. Ebóla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits.
Ebóla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira