Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 17:28 Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga. Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga.
Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30