Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 18:45 Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Raunar eru Þingeyingar farnir að sjá forsmekkinn að því sem koma skal með jarðvegsvinnu sem stendur yfir á Þeistareykjum vegna jarðvarmavirkjunar sem Landsvirkjun hyggst reisa. Það hefur hins vegar verið beðið eftir því að PCC lyki fjármögnun verksmiðjunnar. Hún virðist nú tryggð því samkvæmt uppýsingum Snæbjörns Sigurðarsonar, verkefnisstjóra Norðurþings, hefur PCC tilkynnt sveitarfélaginu að aðallánveitandinn, þýski sparisjóðabankinn KfW, hafi samþykkt lánveitinguna. Það gerðist eftir að þýska ríkið féllst í síðustu viku á að veita bakábyrgð. Áætlað er að um það bil tveir þriðju hlutar lánsfjármögnunar komi frá þýska bankanum og að um þriðjungur komi frá íslenskum lífeyrissjóðum. Þess er vænst að gengið verði frá samningum við lífeyrissjóðina í kringum næstu mánaðamót og að í framhaldinu verði öllum fyrirvörum í samningum vegna verkefnisins aflétt, þar á meðal í orkusamningi PCC og Landsvirkjunar. PCC stefnir að endanlegri ákvörðun í desember og segir bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, stefnt að því að framkvæmdir fari af stað strax í vetur. Fyrir Þingeyjarsýslur er þetta risadæmi, fjárfesting upp á 80 milljarða króna, í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og kallar á allt að 700 manns í vinnu við uppbyggingu, þegar mest verður á næstu þremur árum. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Raunar eru Þingeyingar farnir að sjá forsmekkinn að því sem koma skal með jarðvegsvinnu sem stendur yfir á Þeistareykjum vegna jarðvarmavirkjunar sem Landsvirkjun hyggst reisa. Það hefur hins vegar verið beðið eftir því að PCC lyki fjármögnun verksmiðjunnar. Hún virðist nú tryggð því samkvæmt uppýsingum Snæbjörns Sigurðarsonar, verkefnisstjóra Norðurþings, hefur PCC tilkynnt sveitarfélaginu að aðallánveitandinn, þýski sparisjóðabankinn KfW, hafi samþykkt lánveitinguna. Það gerðist eftir að þýska ríkið féllst í síðustu viku á að veita bakábyrgð. Áætlað er að um það bil tveir þriðju hlutar lánsfjármögnunar komi frá þýska bankanum og að um þriðjungur komi frá íslenskum lífeyrissjóðum. Þess er vænst að gengið verði frá samningum við lífeyrissjóðina í kringum næstu mánaðamót og að í framhaldinu verði öllum fyrirvörum í samningum vegna verkefnisins aflétt, þar á meðal í orkusamningi PCC og Landsvirkjunar. PCC stefnir að endanlegri ákvörðun í desember og segir bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, stefnt að því að framkvæmdir fari af stað strax í vetur. Fyrir Þingeyjarsýslur er þetta risadæmi, fjárfesting upp á 80 milljarða króna, í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og kallar á allt að 700 manns í vinnu við uppbyggingu, þegar mest verður á næstu þremur árum.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15