Innlent

Skjálfti að stærðinni 4,6 í Bárðarbungu í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill
Stærsti skjálftinn við Bárðarbungu frá því um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var 4,6 stig að stærð og varð hann rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.

Frá klukkan sjö í gærkvöldi hafa mælst alls fimm skjálftar yfir 3 að stærð og áttu þeir allir upptök við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Stærsti skjálftinn við norðanverðan ganginn var 2,8 stig um klukkan níu í gærkvöldi.

Frá miðnætti hafa mælst 9 skjálftar við Bárðarbunguöskjuna og 3 skjálftar við norðanverðan ganginn.

Tveir skjálftar hafa einnig mælst við Öskju og Herðubreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×