„Gjaldeyrishöftin uppskrift að nýrri kreppu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 10:06 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mynd/sa „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira