Markaðsstarf í Bandaríkjunum skilaði 4 milljörðum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2014 13:54 Utanríkisráðuneytið heldur að sér höndum með greiðslu upp í samning við Baldvin Jónsson vegna kynningarstarfs á íslenskum matvælum í útlöndum. vísir Baldvin Jónsson segir að markaðsstarf hans á íslenskum matvörum í Bandaríkjunum hafi skilað samningum upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. Utanríkisráðuneytið heldur nú að sér höndum með greiðslu í verkefnið og segir Baldvin ekki hafa skilað skýrslu vegna þess, sem hann segir rangt. Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á íslenskum matvælum í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár og að öðrum ólöstuðum á hann t.d. stærstan þátt í því að íslenskt skyr nýtur nú vaxandi vinsælda. Verkefni hans hefur verið hýst víða í stjórnsýslunni á þessum árum en undanfarin ar hefur það heyrt undir utanríkisráðuneitið. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 18 milljónum í verkefni hans en þó var ekki gerður samningur við hann þar af lútandi fyrr en í júlí, þegar árið var rúmlega hálfnað. Baldvin segir að leggja mætti meira fé í þetta verkefni en þær 18 milljónir sem honum eru ætlaðar á árinu. „Það mætti nú vera talsvert mikið meira því þá myndi nást meiri árangur. Þetta er nú sirka eitt prósent af því sem hið opinbera setur í markaðsmál fyrir íslensk fyrirtæki og þjónustu og árangurinn af þessu hefur komið í ljós og er greinlilegur,“ segir Baldvin. Það sé mikill misskilningur að þessar 18 milljónir séu eingreiðsla vegna launakostnaðar til hans. „Þetta fer náttúrlega í kostnað vegna markaðssetningar. Þetta fer í veru mína þarna úti og ég held að 50 prósent af þessu megi reikna til launa. Sem verktakalaun nemur þetta fimm til sexhundruð þúsund krónum á mánuði,“ segir Baldvin. Verkefnið hafi til að mynda leitt til viðskipta upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. „Af vörum sem aldrei hafa selst inn á þennan markað áður. Það eru þarna þrettán vörutegundir sem hafa tengst þessu verkefni og salan hefur gengið mjög vel og er hægt og sígandi alltaf á uppleið og ég held að allir séu mjög ánægðir með það,“ segir Baldvin. Það sé því langt í frá að markaðsstarfið gangi eingöngu út á að koma lambakjöti eða landbúnaðarafurðum á framfæri í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi verið komið á fót verkefni með Samherja og Samtökum bleykjueldisstöðva fyrir um fimm árum. „Nú er Ísland sennilega orðið stærsta framleiðsluland í eldisbleykju. Við höfum komið nálægt ferskum línufiski og laxi. Fjórar tegundir af skyri, tvær tegundir af ostum, tvær tegundir af smjöri, súkkulaði, þari, þörungar, söl og náttúrlega lambakjötið. Svo erum við með og svo erum við með fimm nýjar vörutegundir sem menn eru að sýna töluvert mikinn áhuga. Þetta er allt saman selt undir íslenskum merkjum. Smjör heitir smjör og skyr heitir skyr og svo framvegis,“ segir Baldvin. Hann hefur fengið greiddar 9 milljónir í þessi verkefni það sem af er ári en í Fréttablaðinu í dag kemur fram að utanríkisráðuneytið haldi að sér höndum með 4,5 milljón króna greiðslu sem átti að greiða í september vegna þess að Baldvin hafi ekki skilað inn skýrslu vegna málsins. Baldvin segist hins vegar hafa skilað inn skýrslu um verefni ársins í júní en hann fundar með formanni verkefnisstjórnar utanríkisráðuneytisins um málið í dag. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Baldvin Jónsson segir að markaðsstarf hans á íslenskum matvörum í Bandaríkjunum hafi skilað samningum upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. Utanríkisráðuneytið heldur nú að sér höndum með greiðslu í verkefnið og segir Baldvin ekki hafa skilað skýrslu vegna þess, sem hann segir rangt. Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á íslenskum matvælum í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár og að öðrum ólöstuðum á hann t.d. stærstan þátt í því að íslenskt skyr nýtur nú vaxandi vinsælda. Verkefni hans hefur verið hýst víða í stjórnsýslunni á þessum árum en undanfarin ar hefur það heyrt undir utanríkisráðuneitið. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 18 milljónum í verkefni hans en þó var ekki gerður samningur við hann þar af lútandi fyrr en í júlí, þegar árið var rúmlega hálfnað. Baldvin segir að leggja mætti meira fé í þetta verkefni en þær 18 milljónir sem honum eru ætlaðar á árinu. „Það mætti nú vera talsvert mikið meira því þá myndi nást meiri árangur. Þetta er nú sirka eitt prósent af því sem hið opinbera setur í markaðsmál fyrir íslensk fyrirtæki og þjónustu og árangurinn af þessu hefur komið í ljós og er greinlilegur,“ segir Baldvin. Það sé mikill misskilningur að þessar 18 milljónir séu eingreiðsla vegna launakostnaðar til hans. „Þetta fer náttúrlega í kostnað vegna markaðssetningar. Þetta fer í veru mína þarna úti og ég held að 50 prósent af þessu megi reikna til launa. Sem verktakalaun nemur þetta fimm til sexhundruð þúsund krónum á mánuði,“ segir Baldvin. Verkefnið hafi til að mynda leitt til viðskipta upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. „Af vörum sem aldrei hafa selst inn á þennan markað áður. Það eru þarna þrettán vörutegundir sem hafa tengst þessu verkefni og salan hefur gengið mjög vel og er hægt og sígandi alltaf á uppleið og ég held að allir séu mjög ánægðir með það,“ segir Baldvin. Það sé því langt í frá að markaðsstarfið gangi eingöngu út á að koma lambakjöti eða landbúnaðarafurðum á framfæri í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi verið komið á fót verkefni með Samherja og Samtökum bleykjueldisstöðva fyrir um fimm árum. „Nú er Ísland sennilega orðið stærsta framleiðsluland í eldisbleykju. Við höfum komið nálægt ferskum línufiski og laxi. Fjórar tegundir af skyri, tvær tegundir af ostum, tvær tegundir af smjöri, súkkulaði, þari, þörungar, söl og náttúrlega lambakjötið. Svo erum við með og svo erum við með fimm nýjar vörutegundir sem menn eru að sýna töluvert mikinn áhuga. Þetta er allt saman selt undir íslenskum merkjum. Smjör heitir smjör og skyr heitir skyr og svo framvegis,“ segir Baldvin. Hann hefur fengið greiddar 9 milljónir í þessi verkefni það sem af er ári en í Fréttablaðinu í dag kemur fram að utanríkisráðuneytið haldi að sér höndum með 4,5 milljón króna greiðslu sem átti að greiða í september vegna þess að Baldvin hafi ekki skilað inn skýrslu vegna málsins. Baldvin segist hins vegar hafa skilað inn skýrslu um verefni ársins í júní en hann fundar með formanni verkefnisstjórnar utanríkisráðuneytisins um málið í dag.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira