Hættusvæðið norðan Vatnajökuls stækkað Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2014 12:26 Vísir/Egill Aðalsteinsson Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Á grundvelli hættumatsins, þar sem horft er til gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegu sprengigosi með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu, hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- og lokunarsvæðum.Lokunarsvæði Vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni skal umferð takmörkuð í 25 km fjarlægð frá aðal gosgígnum. Skv. hættumati Veðurstofunnar er um 90% líkur að innan þess svæðis geti myndast varasöm eða hættuleg loftgæði. Auk þess skal vegna mögulegs jökulhlaups takmarka umferð um slóðir sem liggja í flóðafarvegi Jökulsár á Fjöllum. Hætta er á töluverðu öskufalli innan þessa svæðis ef eldgosið nær undir Dyngjujökul. Nýjar reglur um aðgang að svæðinu taka gildi samhliða tilkynningu um endurskilgreint lokunarsvæði. Lokunarsvæðið er innan eftirfarandi GPS hnita: 618784 455781 Vatnajökull, austan Kverkfjalla 575571 475374 Gæsavatnaleið, austan Gæsavatnaskála 581351 503088 Norðan Trölladyngju, vegamót á F910 624386 521990 Herðubreið 626207 571414 Hrossaborg 635970 565058 Ytri Grímsstaðanúpur 643178 548110 Búðarhólsgróf 643764 521923 Dyngjuháls, vestan F910Hættusvæði Hættusvæði er skilgreint sem það svæði þar sem um helmingslíkur eru á að óholl loftgæði geti myndast, eða í um 60 km fjarlægð frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Auk þess eru flóðfarvegir eftirtalinna vatnsfalla á hálendi innan svæðisins: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Sveðja, Sylgja og Tungnaá. Mestar líkur eru taldar á að hlaupvatn vegna eldgoss í Bárðarbungu fari í Jökulsá á Fjöllum, en ekki er útilokað að það fari til vesturs. Innan hættusvæðisins er hætta á að lenda í miklu öskufalli ef eldgos verður undir jökli. Umferð um hættusvæðið er ekki bönnuð, en fólk er hvatt til þess að sýna sérstaka árvekni og fylgjast vel með tilkynningum sem kunna berast í gegnum farsíma eða útvarp. Gott er að gefa upp ferðaáætlun og skilja eftir hjá aðilum sem geta gefið upplýsingar til yfirvalda ef breytingar verða á eldvirkninni og vá vofir yfir. Því nær sem farið er lokunarsvæði, því meiri líkur eru á að lenda í mikilli gasmengun og öskufalli ef eldgos nær undir Dyngjujökul. Spár um hvar gasmengunar er að vænta eru birtar á vef Veðurstofu Íslands. Gasmengun - er hægt að verjast með gasgrímum og sérstökum mælum, sem nema brennisteinsdíoxíð (SO2) og geta gefið viðvaranir. Lendi fólk í miklum gastoppum er það hvatt til þess að leit skjóls í fjallaskála eða inni í bifreið. Gjóskufall - getur hafist fyrirvaralaust og erfitt eða ógerlegt getur verið að rata eða komast leiðar sinnar í miklu gjóskufalli. Ef fólk er utan svæða þar sem flóð eru talin líklega er það hvatt til þess að halda kyrru fyrir og láta vita af sér. Rykgrímur og þétt gleraugu geta hjálpað til. Eldingar geta fylgt gjóskumekki. Jökulhlaup – Ef tilkynning um eldgos í jökli berst, er mikilvægt að forða sér án tafar af flóðasvæðum. Varist að þvera flóðasvæði. Aflið upplýsinga eins og hægt er um hvar eldgosið er og þá hvort þið eruð á öruggu svæði. Ferðfólk er beðið að hafa sérstakar gætur á öllum breytingum eða óvenjulegum atburðum í náttúrunni: Jarðskjálftum, breytingum á vatnsföllum, drunum, sprungum í jörðu eða á yfirborði jökla eða öðru sem kann að vekja eftirtekt. Mikilvægt er að tilkynna allt slíkt til Veðurstofu Íslands. Útmörk hættusvæðisins eru birt á korti hér að neðan. Fyrir vegfarendur á svæðinu er vænlegra að skoða hnitatölfuna til hægri, undir Gráður og mínútur: Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Á grundvelli hættumatsins, þar sem horft er til gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegu sprengigosi með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu, hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- og lokunarsvæðum.Lokunarsvæði Vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni skal umferð takmörkuð í 25 km fjarlægð frá aðal gosgígnum. Skv. hættumati Veðurstofunnar er um 90% líkur að innan þess svæðis geti myndast varasöm eða hættuleg loftgæði. Auk þess skal vegna mögulegs jökulhlaups takmarka umferð um slóðir sem liggja í flóðafarvegi Jökulsár á Fjöllum. Hætta er á töluverðu öskufalli innan þessa svæðis ef eldgosið nær undir Dyngjujökul. Nýjar reglur um aðgang að svæðinu taka gildi samhliða tilkynningu um endurskilgreint lokunarsvæði. Lokunarsvæðið er innan eftirfarandi GPS hnita: 618784 455781 Vatnajökull, austan Kverkfjalla 575571 475374 Gæsavatnaleið, austan Gæsavatnaskála 581351 503088 Norðan Trölladyngju, vegamót á F910 624386 521990 Herðubreið 626207 571414 Hrossaborg 635970 565058 Ytri Grímsstaðanúpur 643178 548110 Búðarhólsgróf 643764 521923 Dyngjuháls, vestan F910Hættusvæði Hættusvæði er skilgreint sem það svæði þar sem um helmingslíkur eru á að óholl loftgæði geti myndast, eða í um 60 km fjarlægð frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Auk þess eru flóðfarvegir eftirtalinna vatnsfalla á hálendi innan svæðisins: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Sveðja, Sylgja og Tungnaá. Mestar líkur eru taldar á að hlaupvatn vegna eldgoss í Bárðarbungu fari í Jökulsá á Fjöllum, en ekki er útilokað að það fari til vesturs. Innan hættusvæðisins er hætta á að lenda í miklu öskufalli ef eldgos verður undir jökli. Umferð um hættusvæðið er ekki bönnuð, en fólk er hvatt til þess að sýna sérstaka árvekni og fylgjast vel með tilkynningum sem kunna berast í gegnum farsíma eða útvarp. Gott er að gefa upp ferðaáætlun og skilja eftir hjá aðilum sem geta gefið upplýsingar til yfirvalda ef breytingar verða á eldvirkninni og vá vofir yfir. Því nær sem farið er lokunarsvæði, því meiri líkur eru á að lenda í mikilli gasmengun og öskufalli ef eldgos nær undir Dyngjujökul. Spár um hvar gasmengunar er að vænta eru birtar á vef Veðurstofu Íslands. Gasmengun - er hægt að verjast með gasgrímum og sérstökum mælum, sem nema brennisteinsdíoxíð (SO2) og geta gefið viðvaranir. Lendi fólk í miklum gastoppum er það hvatt til þess að leit skjóls í fjallaskála eða inni í bifreið. Gjóskufall - getur hafist fyrirvaralaust og erfitt eða ógerlegt getur verið að rata eða komast leiðar sinnar í miklu gjóskufalli. Ef fólk er utan svæða þar sem flóð eru talin líklega er það hvatt til þess að halda kyrru fyrir og láta vita af sér. Rykgrímur og þétt gleraugu geta hjálpað til. Eldingar geta fylgt gjóskumekki. Jökulhlaup – Ef tilkynning um eldgos í jökli berst, er mikilvægt að forða sér án tafar af flóðasvæðum. Varist að þvera flóðasvæði. Aflið upplýsinga eins og hægt er um hvar eldgosið er og þá hvort þið eruð á öruggu svæði. Ferðfólk er beðið að hafa sérstakar gætur á öllum breytingum eða óvenjulegum atburðum í náttúrunni: Jarðskjálftum, breytingum á vatnsföllum, drunum, sprungum í jörðu eða á yfirborði jökla eða öðru sem kann að vekja eftirtekt. Mikilvægt er að tilkynna allt slíkt til Veðurstofu Íslands. Útmörk hættusvæðisins eru birt á korti hér að neðan. Fyrir vegfarendur á svæðinu er vænlegra að skoða hnitatölfuna til hægri, undir Gráður og mínútur:
Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira