Dorrit og Solla búa til ljúfengar Maki rúllur Rikka skrifar 17. október 2014 10:53 Í Heilsugenginu í gærkvöldi kíkti Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í heimsókn til teymisins í Heilsugenginu. Sjálf hugsar hún vel um heilsuna og segist frekar vilja eyða peningnum í eitthvað uppbyggjandi en lyf og lækningar. Dorrit borðar sjaldan eða aldrei sykur og segir hann vera eitt af því versta sem að við getum sett inn fyrir okkar varir. Þær Solla Eiríks bjuggu til dásamlega hollar og girnilega Kínóa Maki rúllur sem auðvelt er að leika eftir.Visis/skjaskotKínóa maki rúllurGerir 2 rúllur2 blöð nori þarisoðið kínóagrænmeti skorið í strimla, veljið 3-4 tegundir: agúrka, paprika, avókadó, e-h grænt kál eða salat, sushi engifer, jarðaber1 msk wasabi mauk (hrærið ½ tsk af wasabidufti útí 1 msk af vatni)til að dýfa í:wasabiduft/mauk + tamari + ferskur engifer eða engiferskot Setjið noriblaðið á bambusmottu eða bara trébretti, látið glansandi hliðina snúa niður. Setjið hrísgrjónin á 2/3 hluta noriblaðsins, þrýstið þeim vel niður með höndunum eða spaða, hafið þetta svona ½ cm þykkt, látið vera 1 cm auðan næst og fjæst ykkur. Smyrjið ½ msk af wasabi mauki á 1/3 hluta af nori blaði (þann sem er næst ykkur) t.d. með því að nota sleikju eða bakhliðina á teskeið. Setjið grænmetisstrimla + sushi engifer ofan á maukið. Best er að rúlla þessu upp á bambusmottum, það þarf bara að rúlla þessu þétt. Byrjið á endanum næst ykkur og rúllið frá ykkur, notið fingurna til að koma blaðinu yfir grænmetið og síðan er þessu rúllað með hjálp mottunnar þéttingsfast. Gott er að loka blaðinu með því að bleyta kantinn með vatni svo rúllan límist sem best saman. Þegar þið berið rúllurnar fram eru þær skornar í 6-8 bita. Til að búa til tamari ídýfuna: ½ dl tamarisósu + ½ tsk wasabi duft + 1-2 msk engifersafi. Dýfið rúllunum í tamari ídýfuna og njótið þess að borða.Soðið Kínóa1 dl kínóa2 cm biti fersk engiferrót2 dl vatnsmá sjávarsalt, himalayasalt eða tamarisósa Skolið kínóað vel, lykillinn af góðu kínóa er að láta það liggja í bleyti í 10 mínútur og skola það síðan vel, setjið í pott með vatni, engiferrót og salti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mínútur við lægsta hitastig sem viðheldur suðunni. Slökkvið undir og látið standa í 5-10 mínútur. Notið soðna kínóað í Maki rúllurnar. Heilsa Tengdar fréttir Mataræði algjört lykilatriði Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Gestir þáttarins í kvöld eru Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. 9. október 2014 15:16 Dásamleg uppskrift af hrísnammi frá Heilsugenginu Solla bjó til þetta girnilega og einfalda hrísnammi fyrir krakka í þættinum í gær. 10. október 2014 14:28 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist
Í Heilsugenginu í gærkvöldi kíkti Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í heimsókn til teymisins í Heilsugenginu. Sjálf hugsar hún vel um heilsuna og segist frekar vilja eyða peningnum í eitthvað uppbyggjandi en lyf og lækningar. Dorrit borðar sjaldan eða aldrei sykur og segir hann vera eitt af því versta sem að við getum sett inn fyrir okkar varir. Þær Solla Eiríks bjuggu til dásamlega hollar og girnilega Kínóa Maki rúllur sem auðvelt er að leika eftir.Visis/skjaskotKínóa maki rúllurGerir 2 rúllur2 blöð nori þarisoðið kínóagrænmeti skorið í strimla, veljið 3-4 tegundir: agúrka, paprika, avókadó, e-h grænt kál eða salat, sushi engifer, jarðaber1 msk wasabi mauk (hrærið ½ tsk af wasabidufti útí 1 msk af vatni)til að dýfa í:wasabiduft/mauk + tamari + ferskur engifer eða engiferskot Setjið noriblaðið á bambusmottu eða bara trébretti, látið glansandi hliðina snúa niður. Setjið hrísgrjónin á 2/3 hluta noriblaðsins, þrýstið þeim vel niður með höndunum eða spaða, hafið þetta svona ½ cm þykkt, látið vera 1 cm auðan næst og fjæst ykkur. Smyrjið ½ msk af wasabi mauki á 1/3 hluta af nori blaði (þann sem er næst ykkur) t.d. með því að nota sleikju eða bakhliðina á teskeið. Setjið grænmetisstrimla + sushi engifer ofan á maukið. Best er að rúlla þessu upp á bambusmottum, það þarf bara að rúlla þessu þétt. Byrjið á endanum næst ykkur og rúllið frá ykkur, notið fingurna til að koma blaðinu yfir grænmetið og síðan er þessu rúllað með hjálp mottunnar þéttingsfast. Gott er að loka blaðinu með því að bleyta kantinn með vatni svo rúllan límist sem best saman. Þegar þið berið rúllurnar fram eru þær skornar í 6-8 bita. Til að búa til tamari ídýfuna: ½ dl tamarisósu + ½ tsk wasabi duft + 1-2 msk engifersafi. Dýfið rúllunum í tamari ídýfuna og njótið þess að borða.Soðið Kínóa1 dl kínóa2 cm biti fersk engiferrót2 dl vatnsmá sjávarsalt, himalayasalt eða tamarisósa Skolið kínóað vel, lykillinn af góðu kínóa er að láta það liggja í bleyti í 10 mínútur og skola það síðan vel, setjið í pott með vatni, engiferrót og salti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mínútur við lægsta hitastig sem viðheldur suðunni. Slökkvið undir og látið standa í 5-10 mínútur. Notið soðna kínóað í Maki rúllurnar.
Heilsa Tengdar fréttir Mataræði algjört lykilatriði Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Gestir þáttarins í kvöld eru Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. 9. október 2014 15:16 Dásamleg uppskrift af hrísnammi frá Heilsugenginu Solla bjó til þetta girnilega og einfalda hrísnammi fyrir krakka í þættinum í gær. 10. október 2014 14:28 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist
Mataræði algjört lykilatriði Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Gestir þáttarins í kvöld eru Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. 9. október 2014 15:16
Dásamleg uppskrift af hrísnammi frá Heilsugenginu Solla bjó til þetta girnilega og einfalda hrísnammi fyrir krakka í þættinum í gær. 10. október 2014 14:28