Eitt erfiðasta verkefnið í 80 ára sögu Landspítalans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 21:39 Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“ Ebóla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“
Ebóla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira