Körfubolti

Smávaxinn Japani til Dallas | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Togashi vakti athygli í sumardeild NBA.
Togashi vakti athygli í sumardeild NBA. Vísir/AFP
NBA-liðið Dallas Mavericks hefur samið við japanska bakvörðinn Yuki Togashi.

Togashi lék með Dallas í sumardeildinni í NBA, þar sem hann skoraði 5,3 stig og tók 1,3 fráköst að meðaltali í þremur leikjum. Japaninn, sem er aðeins 1,70 á hæð, var minnsta leikmaðurinn í sumardeildinni.

Togashi lék með körfuboltaliði Montrose Christian menntaskólans í Rockville, Maryland. Nokkrir NBA-leikmenn hafa gengið í skólanum, en þeirra frægastur er Kevin Durant, verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra.

Eftir útskrift sneri Togashi aftur til heimalandsins og gekk til liðs við Akita Northen Happinets. Hann skoraði 16,3 stig, tók 2,9 fráköst og gaf 7,6 stoðsendingar í japönsku deildinni á síðasta tímabili.

Komi Togashi við sögu hjá Dallas á tímabilinu verður hann aðeins annar leikmaðurinn sem er fæddur í Japan til að spila í NBA. Yuta Tabuse reið á vaðið þegar hann spilaði fjóra leiki með Phoenix Suns tímabilið 2004-05.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×