Harmageddon

Vio, Hide Your Kids og Himbrimi á Húrra í kvöld!

Hljómsveitirnar Vio, Hide Your Kids og Himbrimi ætla að koma saman í kvöld á Húrra. Allar hljómsveitirnar munu spila á Iceland Airwaves í ár og því er tilvalið að koma og hita upp fyrir þá veislu.

Vio hafa verið starfandi í að verða eitt ár, sigruðu Músíktilraunir í ár og hefur lagið þeirra You lost it setið á topplistum útvarpsstöðvanna síðan þá. Það styttist óðfluga í meira efni frá þeim þar sem þeir hafa unnið hörðum höndum að nýju efni í stúdíó. Meðlimir Vio eru: Magnús Thorlacius, Páll Cecil Sævarsson, Kári Guðmundsson og Yngvi Rafn Garðarsson Holm.

Himbrimi hefur komið eins og hressandi vatnsgusa í þurri eyðurmerkurgöngu inn í íslenska tónlistarbransann. Himbrimi var stofnuð fyrir ári síðan og samanstendur Margréti Rúnarsdóttur, Birki Rafni Gíslassyni, Hálfdáni Árnassyni, Aglil Rafnssyni og Skúla Arasyni. Margrét og Birkir eru stofnendur hljómsveitarinnar og semja flest lögin og texta. Hljómsveitin hefur hljóðritað nýtt efni á plötu og hefur nú nýlega gefið út fyrsta lagið Highway sem er spilun á X-inu og Rás 2. Nýtt lag og myndband er væntanlegt frá þeim í mánuðnum.

Hide Your Kids hefur verið starfandi í um þrjú ár. Hljómsveitin hefur komið víða við á sínum líftíma. Þau hafa spilað reglulega á rokkbúllum Reykjavíkur sem og á litlum hátíðum um land allt. Þau hituðu einnig upp fyrir Of Monsters And Men á tónleikunum í Garðabæ, Undanfarið hefur hljómsveitin eytt tíma sínum í að semja nýtt efni og taka upp. Lagið þeirra Mia situr sem fastast á Pepsi max listanum og er von á meira efni frá hljómsveitinni. Meðlimir Hide Your Kids eru: Daníel Jón Jónsson, Eyrún Engilbertsdóttir, Haukur Jóhannesson, Jón Rúnar Ingimarsson og Kristinn Þór Óskarsson.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og kostar litlar 500 krónur inn.








×