Innlent

Minni virkni í Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/auðunn
Síðasta sólarhring hafa mælst um 70 skjálftar við Bárðarbungu og rúmlega tugur í ganginum norðanverðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þetta er nokkuð minni virkni en sólarhringinn þar á undan.

Tveir skjálftar yfir fimm stigum hafa orðið við norðanverða Bárðarbunguöskjuna síðasta sólarhring. Sá fyrri 5,4 af stærð og sá síðari 5,0.

Tilkynning barst um drunur á svæðinu um svipað leyti og stóri skjálftinn í gær varð og talið að þær gætu tengst skjálftanum þ.e. að hrun hefði hugsanlega orðið í Öskju. Svo reyndist ekki vera.

Vísindamenn fóru að Öskju í gær og sáu ekki ummerki um hrun. Talið er hugsanlegt að drunurnar hafi tengst þotuumferð sem var á svæðinu á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×