Framtíð Fernando Alonso í óvissu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. október 2014 07:30 Framtíð Alonso enn óljós en hann er líklegast að fara til McLaren. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. Alonso er á förum frá Ferrari liðinu svo mikið virðist víst. Hann hefur verið orðaður við fjölda liða og leiða til að verja tíma sínum á næsta ári. Rifjaðar hafa verið upp áætlanir hans um að stofna hjólalið, slíkt virðist þó ekki vera á dagskrá Spánverjans. „Það eru ekki miklar líkur á því,“ sagði Alonso þegar hann var spurður hvort hann yrði bíllaus á næsta ári. „Eins og ég sagði á Suzuka þá skil ég forvitnina og að aðdáendur vilji fá fréttir, en engar áhyggjur. Slakið á og njótið, þegar tíminn er réttur fáið þið að vita,“ sagði ökumaðurinn. „Ég ákvað mig fyrir um tvem til þrem mánuðum. Þegar þið fáið að vita þá skiljið þið að það var kannski frekar augljóst hvað ég mun gera,“ bætti hann við. Þetta þykir gefa byr fréttum um að Alonso fari til McLaren. Hann hefur verið sterklega orðaður við breska stórveldið. Alonso virðist hafa útilokað nýjasta orðróminn um að hann ætli að endurreisa Lotus liðið, hugsanlega með því að reka liðið sjálfur að hluta. Lotus fær Mercedes vélar á næsta ári en Alonso sagði síðustu helgi að hann myndi „sennilega ekki“ nota Mercedes vél 2015.Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari staðfesti í dag að Alonso væri á förum frá liðinu. Montezemolo segir tvær ástæður fyrir brotthvarfi Alonso. „Það eru tvær ástæður fyrir brottför Fernando. Í fyrsta lagi, þá vill hann annað umhverfi. Í öðru lagi þá er hann kominn á þann aldur að hann getur ekki beðið eftir að vinna aftur,“ sagði Montezemolo. Sæti Alonso hjá Ferrari tekur ríkjandi fjórfaldur heimsmeistari Sebastian Vettel sem ekur fyrir Red Bull út tímabilið. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár. Alonso er á förum frá Ferrari liðinu svo mikið virðist víst. Hann hefur verið orðaður við fjölda liða og leiða til að verja tíma sínum á næsta ári. Rifjaðar hafa verið upp áætlanir hans um að stofna hjólalið, slíkt virðist þó ekki vera á dagskrá Spánverjans. „Það eru ekki miklar líkur á því,“ sagði Alonso þegar hann var spurður hvort hann yrði bíllaus á næsta ári. „Eins og ég sagði á Suzuka þá skil ég forvitnina og að aðdáendur vilji fá fréttir, en engar áhyggjur. Slakið á og njótið, þegar tíminn er réttur fáið þið að vita,“ sagði ökumaðurinn. „Ég ákvað mig fyrir um tvem til þrem mánuðum. Þegar þið fáið að vita þá skiljið þið að það var kannski frekar augljóst hvað ég mun gera,“ bætti hann við. Þetta þykir gefa byr fréttum um að Alonso fari til McLaren. Hann hefur verið sterklega orðaður við breska stórveldið. Alonso virðist hafa útilokað nýjasta orðróminn um að hann ætli að endurreisa Lotus liðið, hugsanlega með því að reka liðið sjálfur að hluta. Lotus fær Mercedes vélar á næsta ári en Alonso sagði síðustu helgi að hann myndi „sennilega ekki“ nota Mercedes vél 2015.Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari staðfesti í dag að Alonso væri á förum frá liðinu. Montezemolo segir tvær ástæður fyrir brotthvarfi Alonso. „Það eru tvær ástæður fyrir brottför Fernando. Í fyrsta lagi, þá vill hann annað umhverfi. Í öðru lagi þá er hann kominn á þann aldur að hann getur ekki beðið eftir að vinna aftur,“ sagði Montezemolo. Sæti Alonso hjá Ferrari tekur ríkjandi fjórfaldur heimsmeistari Sebastian Vettel sem ekur fyrir Red Bull út tímabilið.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04
Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. 14. október 2014 13:30
Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45