Best að hafa glugga lokaða þegar mesta mengunin er Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2014 18:20 Vísir/GVA „Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“ Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira