Yfirgengileg túristamynd vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 10:24 Hér spara menn sig hvergi -- allur pakkinn á einni mynd. Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári. Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári.
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira