Innlent

Mengunin einungis við eldstöðina í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/egill
Spáð er hægviðri á landinu í dag og mun því það gas sem kemur upp í eldgosinu halda sig nærri eldstöðinni, einkum norður og austur af henni. Mengunar gæti orðið vart á þeim svæðum þar sem hennar hefur gætt undanfarið, vegna þess hve óloftið er þaulsetið í hægviðrinu. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun, miðvikudag, er búist við fremur hægri austlægri átt og mun þá gasmengunin þokast í vesturátt. Í framhaldinu er útlit fyrir austlægar áttir út vikuna.

Veðurhorfur á landinu:

Hæg breytileg átt og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið um landið NA-vert. Austan 3-8 m/s á morgun, en 8-13 syðst. Skýjað að mestu A-lands og sums staðar dálítil úrkoma, en þurrt og bjart með köflum V-til. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig yfir daginn, en allvíða frost að næturlagi.

Á miðvikudag:

Austlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Bjartviðri um landið V-vert, en skýjað að mestu A-lands og smáskúrir eða él á stöku stað. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×