Innlent

Mikil skjálftavirkni við Bárðarbungu

Bjarki Ármannsson skrifar
Alls hafa rúmlega hundrað skjálftar mælst við öskju Bárðarbungu frá því í gærmorgun, þar af tveir yfir 5 að stærð.
Alls hafa rúmlega hundrað skjálftar mælst við öskju Bárðarbungu frá því í gærmorgun, þar af tveir yfir 5 að stærð. Vísir/GVA
Tvær skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst við Bárðarbungu frá því klukkan tíu í gærmorgun. Báðir skjálftarnir áttu upptök við norðanverða Bárðarbunguöskjuna en alls hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar við öskjuna frá því í gærmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar. Litlar breytingar eru á gosinu í Holuhrauni miðað við það sem vefmyndavél Mílu á Vaðöldu sýndi í gærkvöldi og í nótt.

Í dag er búist við hægum norðaustlægum vindi og þannig líklegt að gasmengun berist suður og suðvestur af eldstöðinni. Mengunarsvæðið takmarkast af Faxaflóa í vestri og Mýrdal í austri og nær norður fyrir Hofsjökul.


Tengdar fréttir

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Smáskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu norðvestan til í Vatnajökli en fjöldi skjálfta frá því um kvöldmatarleytið í gær voru í kringum fimmtíu.

Tuttugu skjálftar í nótt

Um tuttugu jarðskjálftar mældust á eldsumbrotasvæðinu við Bárðarbungu í nótt.

22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt

Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.

Stórir jarðskjálftar við Bárðarbungu

Tíu jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu í sjálfvirka kerfinu í nótt og sami fjöldi í ganginum undir norðanverðum Dyngjujökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×