Körfubolti

Körfuboltavellinum breytt í risastóran skjá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
NBA-deildin hófst í nótt eins og kunnugt er og liðin í deildinni keppast um að vera með sem flottustu kynningarnar fyrir leiki sína.

Tónlist og "æsimyndbönd" hafa verið í aðalhlutverki í nokkurn tíma og um árið fóru lið að bjóða upp á ýmiss konar sprengingar og eldglæringar.

Nýjast "æðið" hjá félögunum í NBA-deildinni er að breyta körfuboltanum í risastóran skjá þar sem hægt að varpa allskyns myndum.

Áhorfendur sjá þá körfuboltavöllinn hreyfast í bylgjum eða molna niður en allt er þetta gert í tölvuforriti sem er síðan varpið niður á gólfið.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um kynningu hjá Cleveland Cavaliers sem þeir gerðu í samvinnu við Think Media Studios. Fyrir neðan er síðan kynning hjá bæði Sacramento Kings og Philadelphia 76ers.

4

Before tip-off of our Home Opener, see the court like you've never seen it before… #SacramentoProud

A video posted by Sacramento Kings (@sacramentokings) on

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×