Synti um með hníf í bakinu Karl Lúðvíksson skrifar 28. október 2014 14:53 Silungurinn með hnífinn í bakinu Vegfaranda sem átti leið um Bausee vatn í Sviss brá heldur betur í brún þegar hann leit niður í vatnið. Í vatninu var silungur með hníf á kafi í bakinu en hann virtist ekki eiga í neinum erfiðleikum með að synda þrátt fyrir allt. Hvernig hnífurinn, sem flestir þekkja sem "Swiss Army Knife", komst á kaf í fiskinn er hulin ráðgáta en stuttu eftir fiskurinn fannst var hann handsamaður af starfsmönnum þjóðgarðsins þar sem vatnið er og aflífaður, samkvæmt erlendri fréttaveitu, með mannúðlegum aðferðum. Engin hefur gefið sig fram sem eigandi hnífsins svo enn er á huldu hvernig í ósköpunum þetta gat gerst. Þekkt tilfelli af svipuðum atburðum gerast nokkuð oft í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í suðuríkjunum þar sem veiði á fiskum t.d. í fenjunum í Flórída og á vatnasvæði Mississippi fer oft fram með boga og örvum. Algengt er að sjá örvar á fleygiferð í vatnsborðinu þar sem þær sitja fastar í stórum fiskum sem hafa slitið færið hjá veiðimönnum. Þessi veiðiaðferð er bönnuð hér á landi. Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði
Vegfaranda sem átti leið um Bausee vatn í Sviss brá heldur betur í brún þegar hann leit niður í vatnið. Í vatninu var silungur með hníf á kafi í bakinu en hann virtist ekki eiga í neinum erfiðleikum með að synda þrátt fyrir allt. Hvernig hnífurinn, sem flestir þekkja sem "Swiss Army Knife", komst á kaf í fiskinn er hulin ráðgáta en stuttu eftir fiskurinn fannst var hann handsamaður af starfsmönnum þjóðgarðsins þar sem vatnið er og aflífaður, samkvæmt erlendri fréttaveitu, með mannúðlegum aðferðum. Engin hefur gefið sig fram sem eigandi hnífsins svo enn er á huldu hvernig í ósköpunum þetta gat gerst. Þekkt tilfelli af svipuðum atburðum gerast nokkuð oft í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í suðuríkjunum þar sem veiði á fiskum t.d. í fenjunum í Flórída og á vatnasvæði Mississippi fer oft fram með boga og örvum. Algengt er að sjá örvar á fleygiferð í vatnsborðinu þar sem þær sitja fastar í stórum fiskum sem hafa slitið færið hjá veiðimönnum. Þessi veiðiaðferð er bönnuð hér á landi.
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði