Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2014 22:15 Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar. Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar.
Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira