Stjörnurnar tjá sig um sína verstu kossa á hvíta tjaldinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2014 18:00 Kossar í Hollywood-myndum eru óteljandi en sumir hafa fengið sérstakan stað í hjörtum kvikmyndaáhugamanna og gert hefur verið stólpagrín að mörgum þeirra í hinum ýmsu grínþáttum. Enn önnur kossaatriði hafa verið margverðlaunuð á hinum ýmsu verðlaunaathöfnum. En hvað finnst stjörnunum sjálfum um kossana? Lífið á Vísi fór yfir nokkra kvikmyndakossa og hvað stjörnurnar segja um gerð þeirra.1. Spider-Man Gert var mikið grín að öfugum kossi Tobey Maguire og Kirsten Dunst í Spider-Man, til dæmis í Saturday Night Live og The O.C. En gerð atriðsins var ekki eins rómantísk og atriðið sjálft var í bíómyndinni. „Ég hékk á hvolfi, það var orðið áliðið, það var rigning og allan tímann var regnvatn að renna uppí nefið á mér. Og Kirsten stöðvaði súrefnisflæði til mín þegar hún setti grímuna aftur á mig,“ sagði Tobey Maguire í viðtali við Parade árið 2007.2. Interview with the VampireKirsten Dunst var aðeins táningur þegar hún lék í kvikmyndinni og þurfti að kyssa hjartaknúsarann Brad Pitt. Henni fannst það ekkert spes. „Allir sögðu við mig: Þú ert svo heppin að kyssa Brad Pitt. En mér fannst það viðbjóðslegt,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Bullett um kossinn.3. Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 Harry Potter-aðdáendur höfðu unun af því að fylgjast með ástinni á milli Hermione Granger og Ron Weasley blómstra á hvíta tjaldinu. Emma Watson vildi hins vegar ljúka kossaatriðinu af því henni fannst það óþægilegt sem endaði með því að hún réðst á Rupert Grint með vörum sínum eins og hún sagði frá í viðtali við MTV News.4. Water for Elephants Leikarinn Robert Pattinson kyssir leikkonuna Reese Witherspoon í myndinni en það var ekkert sérstaklega rómantískt á setti því Robert var með heiftarlegt kvef. „Það var ekki fallegt. Það var ekki þægilegt,“ sagði Reese í viðtali við MTV News.5. The Hunger Games: Catching Fire Leikaranum Josh Hutcherson fannst ekkert gaman að kyssa Jennifer Lawrence í myndinni því hann segir að hún slefi of mikið þegar hún kyssir. Þá vitum við það!6. ÁstralíaNicole Kidman og Hugh Jackman áttu að vera yfir sig æst í hvort annað í myndinni en Hugh segir að það hafi tekið smá tíma að fanga þessa ástríðu á filmu. „Það er aldrei sérstaklega auðvelt að fara í sleik fyrir framan sjötíu manns. Það er ekki eitthvað sem kveikir í mér,“ sagði hann í viðtali við Match.com. 7. WantedJames McAvoy var ekki hrifinn af því að kyssa kynbombuna Angelinu Jolie í myndinni. „Ég get sagt ykkur hvernig það var að kyssa hana á setti: vandræðalegt, sveitt og ekki mjög þægilegt,“ sagði hann í viðtali við InTouch.8. The BeachVirginie Leydoyen lék ástkonu Leonardo DiCaprio í myndinni en myndi ekki vilja kyssa hann í alvörunni. „Mér finnst Leonardo vera mjög fínn gaur en ég myndi ekki vilja vera elskhugi hans. Það var engin raunveruleg ástríða. Engar tilfinningar í ástarsenunum okkar. Ég gat bara hugsað um að drukkna ekki í ástarsenunum okkar í sjónum. Ég man ekki einu sinni eftir kossinum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kossar í Hollywood-myndum eru óteljandi en sumir hafa fengið sérstakan stað í hjörtum kvikmyndaáhugamanna og gert hefur verið stólpagrín að mörgum þeirra í hinum ýmsu grínþáttum. Enn önnur kossaatriði hafa verið margverðlaunuð á hinum ýmsu verðlaunaathöfnum. En hvað finnst stjörnunum sjálfum um kossana? Lífið á Vísi fór yfir nokkra kvikmyndakossa og hvað stjörnurnar segja um gerð þeirra.1. Spider-Man Gert var mikið grín að öfugum kossi Tobey Maguire og Kirsten Dunst í Spider-Man, til dæmis í Saturday Night Live og The O.C. En gerð atriðsins var ekki eins rómantísk og atriðið sjálft var í bíómyndinni. „Ég hékk á hvolfi, það var orðið áliðið, það var rigning og allan tímann var regnvatn að renna uppí nefið á mér. Og Kirsten stöðvaði súrefnisflæði til mín þegar hún setti grímuna aftur á mig,“ sagði Tobey Maguire í viðtali við Parade árið 2007.2. Interview with the VampireKirsten Dunst var aðeins táningur þegar hún lék í kvikmyndinni og þurfti að kyssa hjartaknúsarann Brad Pitt. Henni fannst það ekkert spes. „Allir sögðu við mig: Þú ert svo heppin að kyssa Brad Pitt. En mér fannst það viðbjóðslegt,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Bullett um kossinn.3. Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 Harry Potter-aðdáendur höfðu unun af því að fylgjast með ástinni á milli Hermione Granger og Ron Weasley blómstra á hvíta tjaldinu. Emma Watson vildi hins vegar ljúka kossaatriðinu af því henni fannst það óþægilegt sem endaði með því að hún réðst á Rupert Grint með vörum sínum eins og hún sagði frá í viðtali við MTV News.4. Water for Elephants Leikarinn Robert Pattinson kyssir leikkonuna Reese Witherspoon í myndinni en það var ekkert sérstaklega rómantískt á setti því Robert var með heiftarlegt kvef. „Það var ekki fallegt. Það var ekki þægilegt,“ sagði Reese í viðtali við MTV News.5. The Hunger Games: Catching Fire Leikaranum Josh Hutcherson fannst ekkert gaman að kyssa Jennifer Lawrence í myndinni því hann segir að hún slefi of mikið þegar hún kyssir. Þá vitum við það!6. ÁstralíaNicole Kidman og Hugh Jackman áttu að vera yfir sig æst í hvort annað í myndinni en Hugh segir að það hafi tekið smá tíma að fanga þessa ástríðu á filmu. „Það er aldrei sérstaklega auðvelt að fara í sleik fyrir framan sjötíu manns. Það er ekki eitthvað sem kveikir í mér,“ sagði hann í viðtali við Match.com. 7. WantedJames McAvoy var ekki hrifinn af því að kyssa kynbombuna Angelinu Jolie í myndinni. „Ég get sagt ykkur hvernig það var að kyssa hana á setti: vandræðalegt, sveitt og ekki mjög þægilegt,“ sagði hann í viðtali við InTouch.8. The BeachVirginie Leydoyen lék ástkonu Leonardo DiCaprio í myndinni en myndi ekki vilja kyssa hann í alvörunni. „Mér finnst Leonardo vera mjög fínn gaur en ég myndi ekki vilja vera elskhugi hans. Það var engin raunveruleg ástríða. Engar tilfinningar í ástarsenunum okkar. Ég gat bara hugsað um að drukkna ekki í ástarsenunum okkar í sjónum. Ég man ekki einu sinni eftir kossinum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira