Menning

Peter Gabriel mælir með listaverki Ólafs Elíassonar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Peter Gabriel vekur athygli á verkinu Ice Watch eftir Ólaf Elíasson og Minik Rosing á Facebook-síðu sinni.

Verkið samanstendur af hundrað tonnum af ís frá Grænlandi sem bráðnar á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.

Verkið hefur þann tilgang að vekja athygli á útgáfu viðbragðsskýrslu um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra sem gefin er út af Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC. Vísindanefndin kom saman í Kaupmannahöfn í dag en verið er að leggja lokahönd á skýrsluna. Lokadrög hennar verða kynnt næsta föstudag og birt eftir helgi. 

Peter Gabriel er ein af fjölmörgum stjörnum sem hafa talað opinberlega um áhrif loftslagsbreytinga á jörðina og hefur meðal annars skrifað á heimasíðu sína að hann sé smátt og smátt að breyta lífsstíl sínum til að bjarga umhverfinu.

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×