Robert Streb sigraði á McGladrey Classic eftir mikla dramatík 27. október 2014 11:34 Streb var vel að sigrinum kominn í gær. AP Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira