Körfubolti

Michael Jordan ævintýrið í NBA hófst fyrir 30 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan á sínu fyrsta tímabili.
Michael Jordan á sínu fyrsta tímabili. Vísir/Getty
Í nótt voru liðin 30 ár síðan að Michael Jordan lék sinn fyrsta leik með Chicago Bulls en fyrsti leikur liðsins á tímabilinu 1984-1985 fór fram 26. otkóber 1984.

Michael Jordan er að flestra mati einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en hann vann sex meistaratitla með Chicago Bulls og var fimm sinnum kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins.

Michael Jordan vann fyrsta NBA-leikinn sinn sem var á móti Washington  Bullets en Bulls-liðið vann hann 109-93.

Jordan skoraði 16 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann hitti reyndar aðeins úr 5 af 16 skotum sínum.

Michael Jordan sló í gegn á fyrsta tímabilinu og var kosinn besti nýliði tímabilsins þar sem hann var með 28,2 stig, 5,9 stoðsendingar, 6,5 fráköst og 2,4 stolna bolta að meðaltali í leik.

Á augabragði var Jordan búinn að koma körfuboltaliði Chicago á kortið og restin er síðan stór hluti af NBA-sögunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot úr fyrsta leik Jordan.



Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×