Mikil gasmengun á Höfn Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2014 17:56 Vísir/Egill Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira