Áfall fyrir Lakers: Nash verður ekkert með í vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2014 09:30 Steve Nash hefur átt magnaðan feril en dagar hans í Los Angeles hafa verið erfiðir. vísir/getty Steve Nash, leikstjórnandinn magnaði í röðum Los Angeles Lakers, verður ekkert með liðinu á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en Lakers og Nash og greindu sameiginlega frá þessu í gærkvöldi. Nash hefur verið mikið meiddur síðan Lakers skipti fjórum valréttum í nýliðavalinu fyrir hann árið 2012, en hann hefur aðeins spilað 65 leiki fyrir liðið undanfarin tvö tímabil. Hann kom ekki við sögu í nema þremur leikjum á undirbúningstímabilinu eftir að spila aðeins fimmtán leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná sér heilum og fylgdist vefsíðan Grantland t.a.m. grannt með enduræfingu hans. „Það var mitt helsta markmið að spila á þessari leiktíð og því er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri til þess. Ég mun halda áfram að styðja mitt lið á meðan ég hvíli mig, en ég mun svo halda áfram að einbeita mér að því að ná mér heilum til framtíðar,“ segir Steve Nash. Fram kemur á vef ESPN að Nash fái níu milljónir dala fyrir tímabilið, en meiðsli hans í bland við launatölurnar gera liðinu virkilega erfitt fyrir. Ferill hans hjá Los Angeles-liðinu hefur ekki verið upp á marga fiska, en tilraun þess til að setja saman meistaralið í kringum Nash, KobeBryant, DwightHoward og PauGasol misheppnaðist algjörlega. Lakers er spáð mjög slæmu gengi á tímabilinu og ekki hjálpar til að vera með besta leikstjórnanda liðsins meiddan út tímabilið á háum launum. Steve Nash er þriðji á listanum yfir flestar stoðsendingar í NBA-deildinni í sögu hennar, en John Stockton og JasonKidd eru fyrir ofan hann. Þá er Nash besta vítaskytta í sögu NBA-deildarinnar, en hann hefur hitt úr 90,4 vítaskotum sínum á 18 tímabilum. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Steve Nash, leikstjórnandinn magnaði í röðum Los Angeles Lakers, verður ekkert með liðinu á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en Lakers og Nash og greindu sameiginlega frá þessu í gærkvöldi. Nash hefur verið mikið meiddur síðan Lakers skipti fjórum valréttum í nýliðavalinu fyrir hann árið 2012, en hann hefur aðeins spilað 65 leiki fyrir liðið undanfarin tvö tímabil. Hann kom ekki við sögu í nema þremur leikjum á undirbúningstímabilinu eftir að spila aðeins fimmtán leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná sér heilum og fylgdist vefsíðan Grantland t.a.m. grannt með enduræfingu hans. „Það var mitt helsta markmið að spila á þessari leiktíð og því er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri til þess. Ég mun halda áfram að styðja mitt lið á meðan ég hvíli mig, en ég mun svo halda áfram að einbeita mér að því að ná mér heilum til framtíðar,“ segir Steve Nash. Fram kemur á vef ESPN að Nash fái níu milljónir dala fyrir tímabilið, en meiðsli hans í bland við launatölurnar gera liðinu virkilega erfitt fyrir. Ferill hans hjá Los Angeles-liðinu hefur ekki verið upp á marga fiska, en tilraun þess til að setja saman meistaralið í kringum Nash, KobeBryant, DwightHoward og PauGasol misheppnaðist algjörlega. Lakers er spáð mjög slæmu gengi á tímabilinu og ekki hjálpar til að vera með besta leikstjórnanda liðsins meiddan út tímabilið á háum launum. Steve Nash er þriðji á listanum yfir flestar stoðsendingar í NBA-deildinni í sögu hennar, en John Stockton og JasonKidd eru fyrir ofan hann. Þá er Nash besta vítaskytta í sögu NBA-deildarinnar, en hann hefur hitt úr 90,4 vítaskotum sínum á 18 tímabilum.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira