Svona lítur Ísland út í söguheimi Halo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. október 2014 19:50 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians. VÍSIR/343 Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan. Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira