Innlent

Gasmengun berst til Húsavíkur og nærsveita

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Egill Aðalsteinsson
Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni er nú að berast til Húsavíkur, Mývatnssveitar og nærsveita.  Loftgæðamælar við Mývatn eru að sýna 800-1200 µg/m3 eða 0,3 - 0,4 ppm og eru loftgæði því slæm þar fyrir viðkvæma. Almannavarnir hvetja fólk því að fylgjast með vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem finna má upplýsingar um SO2 á heilsu og viðbrögð.

Í dag og á morgun má búast við gasmengun frá gosstöðvunum verði víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldalsheiði fyrir austan, vestur í Hvammsfjörð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×