Bíó og sjónvarp

Dapurleg framtíðarsýn túlkuð á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stikla fyrir kvikmynda Ambition sýnir Ísland í hlutverki fjarlægrar plánetu en myndin verður frumsýnd þann 24. október á kvikmyndahátíðinni Days of Fear and Wonder.

Myndin var tekin upp á Íslandi og var það íslenska fyrirtækið Republik sem aðstoðaði tökulið myndarinnar.

Aidan Gillen leikur aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktastur fyrir að leika Petyr Baelish í Game of Thrones og Thomas Carcetti í The Wire. 

Í myndinni er túlkuð dapurleg framtíðarsýn og því haldið fram að mannkynið geti stjórnað og búið til heilu heimana.

Myndinni er leikstýrt af pólska leikstjóranum Tomek Bagiński en teiknaða stuttmyndin hans The Cathedral var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×