Innlent

Gasmengun um allt norðanvert landið

Gissur Sigurðsson skrifar
Mikilli brennisteinsdíoxíðsmengun stafar frá gosinu í Holuhrauni.
Mikilli brennisteinsdíoxíðsmengun stafar frá gosinu í Holuhrauni. visir/egill
Veðurstofan segir að gasmengunar frá gosinu í Holuhrauni geti orðið vart um allt norðanvert landið, eða allt frá Austfjörðum vestur á firði og inn á Breiðafjörðinn. Hornfirðingar verða hinsvegar í heilnæmu andrúmslofti eftir óvenju mikla gasmengun þar í gær.

Skjálftavirkni heldur áfram á umbrotasvæðinu en ekki er að sjá á síðu Veðurstofunnar að nokkur skjálfti hafi náð fimm stigum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×