Skilningsleysið brýst út sem reiði Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2014 08:45 Jón Óskar er stór í sniðum, hann ætlar að leggja undir sig Listasafn Íslands um næstu helgi og Tvo hrafna að auki. Sextugur og hefur aldrei verið afkastameiri. vísir/gva Jón Óskar er einn merkasti myndlistarmaður Íslands. Hann fagnaði sextugsafmæli á dögunum og leggur nú undir sig Listasafn Íslands með risasýningu. Það dugar ekkert minna. Jakob Bjarnar ræddi við listamanninn sem er kröftugri en nokkru sinni. Þegar ég fór fyrst til að hitta Jón Óskar myndlistarmann vegna þessa viðtals, þar sem hann býr úti á Granda í stúdíói sínu ásamt Huldu Hákon myndlistarkonu og Sheffer-tíkinni Heiðu, hitti ég á listamanninn í miklum ham. Hann var með bandarísku pönksveitina Ramones hátt stillta í hátölurunum, hljómsveit sem hann kynntist þegar hann var við nám í New York og stundaði CBGB‘s í kringum 1980, klæddur hlýrabol og gallabuxum, útataður í málningu, úfinn og sveittur, reykti Camel filterslaust og var með rauðvínsglas sem hann greip í milli þess sem hann virti fyrir sér verk sem hann var að vinna að og sveiflaði penslinum ábúðarfullur. Risavaxinn og tilkomumikill við sín risavöxnu verk. Tvímælalaust mesti gaurinn í stétt myndlistarmanna. Mesti töffarinn. Hvað er í gangi? „Ég er að opna sýningu, öllu heldur tvær sýningar sömu helgina, eftir viku, annars vegar í Listasafni Íslands og svo Tveimur hröfnum.“Drengjamenningin hefur alltaf átt greiða leið í verk Jóns Óskars, enda, listamaðurinn hefur gaman að því að leika sér.vísir/gvaPensillinn teymir risann Jón Óskar er stór í sniðum. Hvernig sem á það er litið. Er þetta í tilefni afmælisins? „Nei, þetta er tilviljun. Það sem ég er að sýna er frá síðustu þremur árum, eða svona um áttatíu prósent af þessu. Og svo eru nokkur eldri sem ég nota eiginlega sem tengingar aftur í tímann.“ Jón hefur gengið í gegnum nokkur stökk á sínum ferli og segir að sér finnist gott að hafa eldri myndir með sem tilvitnun, svo þetta sé ekki of mikið högg. Listamenn leggja nokkuð uppúr því að það gæti samræmis í ferlinum „Það sem hefur kannski helst breyst hjá mér á undanförnum árum er að áður hélt ég svo rækilega aðskildum myndunum og svo hins vegar umbrotinu og myndskreytingum sem ég hef gert fyrir dagblöð og tímarit. En, nú er þetta eiginlega runnið saman. Ég er hættur að aðgreina þetta. Meiri vinnugleði í því. Skemmtilegra að vinna þannig. Margar myndanna eru byggðar á hröðu kroti sem ég hef gert eða skringilegheitum sem ég hef fundið á netinu. Og svo vinn ég þetta við strigann sem upplifun.“ Þetta gengur sem sagt ekki út á það að fylla út í flötinn með einhverju fyrirfram gefnu eða ákveðnu. „Ég læt pensilinn leiða mig og ég enda oft með eitthvað allt annað en lagt var upp með. Til dæmis ein mynd sem ég gerði og byrjaði sem mynstur og fuglar en endaði sem Fedemúli úr Andrésblöðunum. Mér finnst það skemmtilegt ferli, þú leggur af stað og veist ekki hvar þú endar. Og, þannig upplifi ég myndir annarra manna. Þetta eru ummerki. Ég sé kollega mína alla fyrir mér bograndi yfir þessu og vanda sig. Mér finnst það fallegt. Áður fyrr vann ég þannig að ég ætlaði að gera svona mynd eða hinsegin og þannig var það. Svo er það þetta sem myndlistarmenn þekkja vel, sem er að byrja að vinna mynd og vera ánægðir með hana, en svo eftir heilt kvöld á vinnustofunni er allt horfið og þú endar með gráan flöt. Allt til einskis. Þetta er algeng upplifun. Þú ferð að ritskoða þig og allt máist út.“ En, þá hlýtur þetta að vera spurningin um hvenær á að hætta? Jón Óskar segir það ekki vandamál í sínu tilfelli. „Mín upplifun er að mér finnst ég ekki eiga erindi við myndirnar lengur. Ég upplifi það mjög sterkt. Mér finnst reyndar oftast betra að verk séu of lítið unnin en of mikið. Þá eru þau ekki dauð. Mér finnst betra að skilja við verk þannig að það er hægt að gera meira.“Sprelllifandi verk Ég hef þekkt Jón Óskar árum saman eins og svo margir sem hafa verið að velkjast í þessari blaðamennsku lengi. Líklega vanhæfur til að skrifa upp þetta viðtal. En, þannig var að ég á verk eftir Jón Óskar sem skemmdist í flutningum. Það brotnaði glerið sem yfir því var. Fyrir tilviljun átti listamaðurinn erindi á innrömmunarverkstæðið, sá verkið þar laskað og krafðist þess að það yrði glerjað yfir glerið sem hafði brotnað, en því ekki skipt út. Svo lifandi eru verk Jóns Óskars í hans huga. „Þau halda áfram. Sú hugmynd kviknaði í gamla daga, þegar maður var í námi og fór að nota allt tiltækt. Hafði kannski ekki efni á olíutúbu en þá náði maður sér í iðnaðarlakk eða kaffi, sem eru allt fín efni... en þetta hefur leitt til þess að ég hef haft gaman að því að prófa að nota samhliða allskonar efni sem blandast ekki eða blandast illa. Þá gerast stundum ánægjuleg slys. Stundum virkar það og stundum ekki. Og stundum gerist eitthvað sem þú áttir alls ekki von á. Og jafnvel betra en maður gat séð fyrir.“Jón Óskar er nú að hengja upp risastóra sýningu í Listasafni Íslands. Þó myndheimur listamannsins sé abstrakt skjóta stundum upp kollinum fígúrur sem sauma sig inn í mynstrið.vísir/gvaVerk Jóns Óskars eru mörg hver stór, miklir flekar og verkið er unnið með blandaðri tækni. Og það sama má segja um umfjöllunarefnið. Þessu komst ég að þegar listamaðurinn forfærði strigana í stúdíói sínu til að sýna mér nýjustu verkin. Þetta er abstrakt en jafnframt fígúratívt? „Jájá, en ég horfi á þau sem abstraktsjón. Ef Daffy Duck birtist á myndfletinum er ég ekki endilega að velta því fyrir mér að þetta sé Daffy heldur hugsa ég myndina áfram sem flöt, hugsa hana afstrakt. Í raun er aukaatriði hvort það er fígúra fígúra sem birtist eða ekki, hundur, bíll eða blóm, ég velti viðfangsefninu ekki sem slíku fyrir mér. Allt er þetta af sama heimi. Þó það sé mikill munur á bíl og blómi þá er þetta af þessum sama heimi og við lifum í.“ En, hvernig ber að skilgreina þessi verk? Er þetta einhvers konar pop-list eða eru tímarnir of póstmódernískir til að leyfilegt sé að flokka, um of? „Ég, eiginlega skilgreini mig ekki. Mér finnst það vera annarra. Vinnustofan er eins og hreiður. Maður dregur að sér dót sem maður vinnur svo með. Hleðst svo upp í marga flokka mynda. Ég er ekkert besti maðurinn til að flokka þetta þó ég hafi ekkert á móti flokkunum, það er í raun bara til að auðvelda umræðu.“ Þegar ég spyr Jón Óskar hvernig hann hafi verið flokkaður, þá kemur hik á listamanninn. „Það hefur verið talað um að það sé existentialismi í þessu sem ég er sáttur við. Eins og þegar ég talaði um þessi ummerki. Þetta er svolítið eins og „KillRoy was here“. Þú skilur eftir þig einhverja slóð. Sjálfur er ég þannig að ég hef yfirleitt meiri áhuga á myndlistarmönnum en myndlistarverkum. Og þegar ég sé verk eftir einhvern þá verð ég alltaf forvitinn; hvernig maður eða kona er þetta? Og, hvernig stendur á því að viðkomandi gerir svona myndir? Ég sakna þess oft í listtímaritum og katalógum, þar sem gefnar hafa verið út fínar greinar um verkin og þau mynduð, að þá fylgir sjaldnast mynd af manninum. Sem mér finnst oft skýra svo mikið. Dæmi um þetta eru menn eins og Bacon og Jeff Koons, svo einhverjir séu nefndir. Þegar þú sérð myndir af þessum mönnum og lest viðtöl við þá, skilurðu svo margt í verkum þeirra í rauninni. Sem er nauðsynlegt fyrir bakgrunninn; hvaðan þeir koma og svo framvegis.“Enga lotningu gagnvart listinni, takk fyrir Ég hef alltaf dáðst að því hversu drengjaveröldin virðist eiga greiða leið í verk Jóns Óskars, en, er hún ekkert varhugaverð, þessi strákamenning í heimi myndlistarinnar? Það er varla að Jón skilji spurninguna. „Ég er náttúrlega bara karl. En, ég hef gaman að leik. Mér hefur alltaf þótt gaman að leika mér. Myndlist hefur aldrei verið fyrir mér dauðans alvara. Ég held að það stafi af því að ég kem frá þannig heimili. Móðir mín er myndlistarkona og það var rætt mikið um myndlist heima. Hún var aldrei framandi heimur fyrir mér. Hún var ekki á einhverjum stalli heldur eðlilegur hlutur. Ég vissi alveg hvað þetta er í raun strembinn heimur. Þannig að ég hef aldrei séð myndlist í einhverjum hyllingum. Auðvitað má taka hana alvarlega og það á að taka hana alvarlega en það á ekki að vera þannig að maður sé fullur lotningar. Svo vil ég náttúrlega að myndlist spegli að einhverju leyti hvað maður er,“ segir Jón Óskar og vísar til þess sem áður sagði. Og óhætt er að fullyrða að myndlist Jóns Óskars rími við manninn. Þetta er stórgert og laust við pjátur og smámunasemi. „Þó ég leggi uppúr vönduðum frágangi, þá áttaði ég mig á því á sínum tíma að það gengur ekki í mínu tilfelli að fást við fágaða list. Ég lét gera fyrir mig fullt af fínum römmum sem þurfti að taka á með hvítum hönskum og ég var búinn að rústa þeim á stuttum tíma. Mínar myndir verða að vera kámugar, öll mín vinnubrögð eru þannig. „Hands-off-high-polish“ á ekki við um mig. Öll mín myndlist finnst mér einkennast af „hands on“ vinnubrögðum, í rauninni.“Engin pólitísk skilaboð Stundum er best að spyrja eins og barn og látast ekki vita að alvöru listamenn vilja sjaldnast útskýra verk sín: Um hvað er þetta? Ertu að reyna að segja með verkum þínum? „Nei, það eru engin skilaboð. Ég er ekki kominn hingað til að bæta þennan heim með verkum mínum. Það eru engar patentlausnir að finna þarna. Myndirnar eru vitnisburður um sýsl einhvers einstaklings sem er að glíma við flöt. Þetta eru ummerki um það. Ég er að bregðast við umhverfinu. Counter-Strike serían er dæmi um þetta; heimur sem þú ert í um eitthvert skeið og finnst forvitnilegur. Og þá ratar það inn í myndirnar. Ég hef alltaf verið aðdáandi teiknimynda og það hefur þá ratað inn í myndirnar. Snemma á ferlinum var þetta sambland af pólitískum og trúarlegum ímyndum. Sem ég rek til þess frá því ég var að vinna á flokksblöðunum í gamla daga. Eitthvað svoleiðis, svo er ég með myndir af plötum. Uppáhalds plötunum mínum. Og það er bara af því að mér finnst vænt um þær. Sumum þeirra af því að umslögin eru góð og önnur af því að platan er frábær. Þannig að það er mjög mikið á þessari sýningu sem er dót sem hrífur mig eða hefur áhrif á mig á einn eða annan hátt. En, þetta eru ekki pólitísk verk eða athugasemdir.“Verk Jóns Óskars kallast á við listamanninn; þau eru engin smásmíð.vísir/gvaJón Óskar hefur samhliða starfi sínu sem myndlistarmaður fengist við umbrotsvinnu á fjölmiðlum og má nefna til sögunnar ótal blöð og tímarit sem hann hefur brotið um og hannað í gegnum tíðina. Þú hefur auðvitað verið spurður um þetta áður, en hefur sú vinna haft áhrif á verk þín og hvernig þá? „Hún hefur gefið mér mjög mikið. Í gegnum blöðin hef ég fengið að umgangast mjög mikið af skemmtilegu og frjóu fólki. Mynstrið hjá mér hefur yfirleitt verið þannig að ég hef verið í hálfri vinnu, unnið tvo til þrjá daga í viku og verið á vinnustofunni þess á milli. Mér finnst það auka afköst. Það er skemmtilegra. Ef ég er eingöngu á vinnustofunni finnst mér hægjast á mér. Ekki eins mikið við að vera, er ekki í eins miklum vangaveltum við annað fólk. Mér hefur fundist það hafa gefið mér meira en tekið. En, maður verður að halda því innan skynsamlegra marka.“ Skilningsleysi sem brýst út sem reiði Jón Óskar hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að myndlistinni, og svo sem ekki eins og hann sé á hægri ferð. Afköstin hafa verið mikil að undanförnu. Hvernig er hann að upplifa stöðu myndlistar á Íslandi í dag? Skiptir hún einhverju máli? „Ég held hún hafi verið virðulegri hér áður. Sennilega meira á stalli. Fjöldi myndlistarmanna hefur aukist gríðarlega. Ég held að meðlimir í SÍM séu á sjötta hundrað. Sennilega svona fimm þúsund myndlistarmenn sem eru starfandi með einum hætti eða öðrum. Og, ég held að það sé frábært að sem flestir fáist við þetta. En, á sama tíma er kannski áhugi samfélagsins á myndlist takmarkaður. Við erum ekki menningarþjóð. Við höfum logið því að okkur að við séum bókaþjóð. Það er vegna þess að það voru innflutningshöft og þetta var það eina sem var hægt að gefa í jólagjafir. En á móti eru Íslendingar ófeimnir við að segja það sem þeim finnst um bækur. Það finnst öllum þeir hafa vit á bókum. En þegar kemur að leikhúsi, tónlist og myndlist er fólk feimnara við að tjá sig. Ýtir því frá sér. Og þegar fólk skilur ekki eitthvað brýst það oft út í einhverri reiði; það segir að þetta sé bara eitthvað rugl. Hins vegar er okkur öllum tamt að gera myndir. Þetta er eitt það fyrsta sem barnið gerir. En, hver mynd eða bók, er aldrei betri en áhorfandinn. Almenn afstaða er sú að ef fólk sér ekkert út úr hlutnum er hann ekki góður. En, maður á ekkert endilega að skilja hluti, heldur upplifa þá. Frábært er að fá góðan áhorfanda sem leyfir sér að upplifa.“Hefur gaman að Eyjamönnum Jón Óskar og Hulda kona hans hafa lengi átt vinnustofu úti í Eyjum. Talandi um skilningsleysi gagnvart list sem brýst út í reiði... hvernig gengur sambýlið við Eyjamenn? „Það er alveg frábært. Föðurfólk mitt er Eyjafólk. Ég var þarna stundum sem krakki. Fór á sjó frá Eyjum sem unglingur. ég hef alltaf verið hrifinn af Eyjamönnum. Þeir eru svo kröftugir. Sumir vilja meina að þeir séu frekir, sem þeir eru en það heldur líka í þeim lífinu. Þetta samfélag í Eyjum er í sókn. Svo hafa menn verið að agnúast út í hann Elliða (Vignisson bæjarstjóra) og vissulega fer hann stundum offari. En, ég er hrifinn af látunum í honum. Hann ver sína haga, sitt hlað, sínar eyjar. Jón Óskar hefur sýnt tvisvar úti í Eyjum og Hulda Hákon einnig. „Eyjaskeggjar hafa bara gaman að þessu. Þeir hlæja að vitleysunni. Þeir eru bara eins og önnur samfélög þegar að þessu kemur, sumir eru mjög áhugasamir og aðrir ekki. Það er bara þannig. Það er ekki bara fiskur í Eyjum.“ En, þú dregur umhverfi þitt inn í verk þín, veran úti í Eyjum hefur ekki haft þau áhrif á þig að þú hafir farið út í að mála fisk? „Nei, ekki eins og konan mín. Nei, það er langt í það. Ég held að það séu bara Helgi Þorgils og Hulda sem eru í fiskunum.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jón Óskar er einn merkasti myndlistarmaður Íslands. Hann fagnaði sextugsafmæli á dögunum og leggur nú undir sig Listasafn Íslands með risasýningu. Það dugar ekkert minna. Jakob Bjarnar ræddi við listamanninn sem er kröftugri en nokkru sinni. Þegar ég fór fyrst til að hitta Jón Óskar myndlistarmann vegna þessa viðtals, þar sem hann býr úti á Granda í stúdíói sínu ásamt Huldu Hákon myndlistarkonu og Sheffer-tíkinni Heiðu, hitti ég á listamanninn í miklum ham. Hann var með bandarísku pönksveitina Ramones hátt stillta í hátölurunum, hljómsveit sem hann kynntist þegar hann var við nám í New York og stundaði CBGB‘s í kringum 1980, klæddur hlýrabol og gallabuxum, útataður í málningu, úfinn og sveittur, reykti Camel filterslaust og var með rauðvínsglas sem hann greip í milli þess sem hann virti fyrir sér verk sem hann var að vinna að og sveiflaði penslinum ábúðarfullur. Risavaxinn og tilkomumikill við sín risavöxnu verk. Tvímælalaust mesti gaurinn í stétt myndlistarmanna. Mesti töffarinn. Hvað er í gangi? „Ég er að opna sýningu, öllu heldur tvær sýningar sömu helgina, eftir viku, annars vegar í Listasafni Íslands og svo Tveimur hröfnum.“Drengjamenningin hefur alltaf átt greiða leið í verk Jóns Óskars, enda, listamaðurinn hefur gaman að því að leika sér.vísir/gvaPensillinn teymir risann Jón Óskar er stór í sniðum. Hvernig sem á það er litið. Er þetta í tilefni afmælisins? „Nei, þetta er tilviljun. Það sem ég er að sýna er frá síðustu þremur árum, eða svona um áttatíu prósent af þessu. Og svo eru nokkur eldri sem ég nota eiginlega sem tengingar aftur í tímann.“ Jón hefur gengið í gegnum nokkur stökk á sínum ferli og segir að sér finnist gott að hafa eldri myndir með sem tilvitnun, svo þetta sé ekki of mikið högg. Listamenn leggja nokkuð uppúr því að það gæti samræmis í ferlinum „Það sem hefur kannski helst breyst hjá mér á undanförnum árum er að áður hélt ég svo rækilega aðskildum myndunum og svo hins vegar umbrotinu og myndskreytingum sem ég hef gert fyrir dagblöð og tímarit. En, nú er þetta eiginlega runnið saman. Ég er hættur að aðgreina þetta. Meiri vinnugleði í því. Skemmtilegra að vinna þannig. Margar myndanna eru byggðar á hröðu kroti sem ég hef gert eða skringilegheitum sem ég hef fundið á netinu. Og svo vinn ég þetta við strigann sem upplifun.“ Þetta gengur sem sagt ekki út á það að fylla út í flötinn með einhverju fyrirfram gefnu eða ákveðnu. „Ég læt pensilinn leiða mig og ég enda oft með eitthvað allt annað en lagt var upp með. Til dæmis ein mynd sem ég gerði og byrjaði sem mynstur og fuglar en endaði sem Fedemúli úr Andrésblöðunum. Mér finnst það skemmtilegt ferli, þú leggur af stað og veist ekki hvar þú endar. Og, þannig upplifi ég myndir annarra manna. Þetta eru ummerki. Ég sé kollega mína alla fyrir mér bograndi yfir þessu og vanda sig. Mér finnst það fallegt. Áður fyrr vann ég þannig að ég ætlaði að gera svona mynd eða hinsegin og þannig var það. Svo er það þetta sem myndlistarmenn þekkja vel, sem er að byrja að vinna mynd og vera ánægðir með hana, en svo eftir heilt kvöld á vinnustofunni er allt horfið og þú endar með gráan flöt. Allt til einskis. Þetta er algeng upplifun. Þú ferð að ritskoða þig og allt máist út.“ En, þá hlýtur þetta að vera spurningin um hvenær á að hætta? Jón Óskar segir það ekki vandamál í sínu tilfelli. „Mín upplifun er að mér finnst ég ekki eiga erindi við myndirnar lengur. Ég upplifi það mjög sterkt. Mér finnst reyndar oftast betra að verk séu of lítið unnin en of mikið. Þá eru þau ekki dauð. Mér finnst betra að skilja við verk þannig að það er hægt að gera meira.“Sprelllifandi verk Ég hef þekkt Jón Óskar árum saman eins og svo margir sem hafa verið að velkjast í þessari blaðamennsku lengi. Líklega vanhæfur til að skrifa upp þetta viðtal. En, þannig var að ég á verk eftir Jón Óskar sem skemmdist í flutningum. Það brotnaði glerið sem yfir því var. Fyrir tilviljun átti listamaðurinn erindi á innrömmunarverkstæðið, sá verkið þar laskað og krafðist þess að það yrði glerjað yfir glerið sem hafði brotnað, en því ekki skipt út. Svo lifandi eru verk Jóns Óskars í hans huga. „Þau halda áfram. Sú hugmynd kviknaði í gamla daga, þegar maður var í námi og fór að nota allt tiltækt. Hafði kannski ekki efni á olíutúbu en þá náði maður sér í iðnaðarlakk eða kaffi, sem eru allt fín efni... en þetta hefur leitt til þess að ég hef haft gaman að því að prófa að nota samhliða allskonar efni sem blandast ekki eða blandast illa. Þá gerast stundum ánægjuleg slys. Stundum virkar það og stundum ekki. Og stundum gerist eitthvað sem þú áttir alls ekki von á. Og jafnvel betra en maður gat séð fyrir.“Jón Óskar er nú að hengja upp risastóra sýningu í Listasafni Íslands. Þó myndheimur listamannsins sé abstrakt skjóta stundum upp kollinum fígúrur sem sauma sig inn í mynstrið.vísir/gvaVerk Jóns Óskars eru mörg hver stór, miklir flekar og verkið er unnið með blandaðri tækni. Og það sama má segja um umfjöllunarefnið. Þessu komst ég að þegar listamaðurinn forfærði strigana í stúdíói sínu til að sýna mér nýjustu verkin. Þetta er abstrakt en jafnframt fígúratívt? „Jájá, en ég horfi á þau sem abstraktsjón. Ef Daffy Duck birtist á myndfletinum er ég ekki endilega að velta því fyrir mér að þetta sé Daffy heldur hugsa ég myndina áfram sem flöt, hugsa hana afstrakt. Í raun er aukaatriði hvort það er fígúra fígúra sem birtist eða ekki, hundur, bíll eða blóm, ég velti viðfangsefninu ekki sem slíku fyrir mér. Allt er þetta af sama heimi. Þó það sé mikill munur á bíl og blómi þá er þetta af þessum sama heimi og við lifum í.“ En, hvernig ber að skilgreina þessi verk? Er þetta einhvers konar pop-list eða eru tímarnir of póstmódernískir til að leyfilegt sé að flokka, um of? „Ég, eiginlega skilgreini mig ekki. Mér finnst það vera annarra. Vinnustofan er eins og hreiður. Maður dregur að sér dót sem maður vinnur svo með. Hleðst svo upp í marga flokka mynda. Ég er ekkert besti maðurinn til að flokka þetta þó ég hafi ekkert á móti flokkunum, það er í raun bara til að auðvelda umræðu.“ Þegar ég spyr Jón Óskar hvernig hann hafi verið flokkaður, þá kemur hik á listamanninn. „Það hefur verið talað um að það sé existentialismi í þessu sem ég er sáttur við. Eins og þegar ég talaði um þessi ummerki. Þetta er svolítið eins og „KillRoy was here“. Þú skilur eftir þig einhverja slóð. Sjálfur er ég þannig að ég hef yfirleitt meiri áhuga á myndlistarmönnum en myndlistarverkum. Og þegar ég sé verk eftir einhvern þá verð ég alltaf forvitinn; hvernig maður eða kona er þetta? Og, hvernig stendur á því að viðkomandi gerir svona myndir? Ég sakna þess oft í listtímaritum og katalógum, þar sem gefnar hafa verið út fínar greinar um verkin og þau mynduð, að þá fylgir sjaldnast mynd af manninum. Sem mér finnst oft skýra svo mikið. Dæmi um þetta eru menn eins og Bacon og Jeff Koons, svo einhverjir séu nefndir. Þegar þú sérð myndir af þessum mönnum og lest viðtöl við þá, skilurðu svo margt í verkum þeirra í rauninni. Sem er nauðsynlegt fyrir bakgrunninn; hvaðan þeir koma og svo framvegis.“Enga lotningu gagnvart listinni, takk fyrir Ég hef alltaf dáðst að því hversu drengjaveröldin virðist eiga greiða leið í verk Jóns Óskars, en, er hún ekkert varhugaverð, þessi strákamenning í heimi myndlistarinnar? Það er varla að Jón skilji spurninguna. „Ég er náttúrlega bara karl. En, ég hef gaman að leik. Mér hefur alltaf þótt gaman að leika mér. Myndlist hefur aldrei verið fyrir mér dauðans alvara. Ég held að það stafi af því að ég kem frá þannig heimili. Móðir mín er myndlistarkona og það var rætt mikið um myndlist heima. Hún var aldrei framandi heimur fyrir mér. Hún var ekki á einhverjum stalli heldur eðlilegur hlutur. Ég vissi alveg hvað þetta er í raun strembinn heimur. Þannig að ég hef aldrei séð myndlist í einhverjum hyllingum. Auðvitað má taka hana alvarlega og það á að taka hana alvarlega en það á ekki að vera þannig að maður sé fullur lotningar. Svo vil ég náttúrlega að myndlist spegli að einhverju leyti hvað maður er,“ segir Jón Óskar og vísar til þess sem áður sagði. Og óhætt er að fullyrða að myndlist Jóns Óskars rími við manninn. Þetta er stórgert og laust við pjátur og smámunasemi. „Þó ég leggi uppúr vönduðum frágangi, þá áttaði ég mig á því á sínum tíma að það gengur ekki í mínu tilfelli að fást við fágaða list. Ég lét gera fyrir mig fullt af fínum römmum sem þurfti að taka á með hvítum hönskum og ég var búinn að rústa þeim á stuttum tíma. Mínar myndir verða að vera kámugar, öll mín vinnubrögð eru þannig. „Hands-off-high-polish“ á ekki við um mig. Öll mín myndlist finnst mér einkennast af „hands on“ vinnubrögðum, í rauninni.“Engin pólitísk skilaboð Stundum er best að spyrja eins og barn og látast ekki vita að alvöru listamenn vilja sjaldnast útskýra verk sín: Um hvað er þetta? Ertu að reyna að segja með verkum þínum? „Nei, það eru engin skilaboð. Ég er ekki kominn hingað til að bæta þennan heim með verkum mínum. Það eru engar patentlausnir að finna þarna. Myndirnar eru vitnisburður um sýsl einhvers einstaklings sem er að glíma við flöt. Þetta eru ummerki um það. Ég er að bregðast við umhverfinu. Counter-Strike serían er dæmi um þetta; heimur sem þú ert í um eitthvert skeið og finnst forvitnilegur. Og þá ratar það inn í myndirnar. Ég hef alltaf verið aðdáandi teiknimynda og það hefur þá ratað inn í myndirnar. Snemma á ferlinum var þetta sambland af pólitískum og trúarlegum ímyndum. Sem ég rek til þess frá því ég var að vinna á flokksblöðunum í gamla daga. Eitthvað svoleiðis, svo er ég með myndir af plötum. Uppáhalds plötunum mínum. Og það er bara af því að mér finnst vænt um þær. Sumum þeirra af því að umslögin eru góð og önnur af því að platan er frábær. Þannig að það er mjög mikið á þessari sýningu sem er dót sem hrífur mig eða hefur áhrif á mig á einn eða annan hátt. En, þetta eru ekki pólitísk verk eða athugasemdir.“Verk Jóns Óskars kallast á við listamanninn; þau eru engin smásmíð.vísir/gvaJón Óskar hefur samhliða starfi sínu sem myndlistarmaður fengist við umbrotsvinnu á fjölmiðlum og má nefna til sögunnar ótal blöð og tímarit sem hann hefur brotið um og hannað í gegnum tíðina. Þú hefur auðvitað verið spurður um þetta áður, en hefur sú vinna haft áhrif á verk þín og hvernig þá? „Hún hefur gefið mér mjög mikið. Í gegnum blöðin hef ég fengið að umgangast mjög mikið af skemmtilegu og frjóu fólki. Mynstrið hjá mér hefur yfirleitt verið þannig að ég hef verið í hálfri vinnu, unnið tvo til þrjá daga í viku og verið á vinnustofunni þess á milli. Mér finnst það auka afköst. Það er skemmtilegra. Ef ég er eingöngu á vinnustofunni finnst mér hægjast á mér. Ekki eins mikið við að vera, er ekki í eins miklum vangaveltum við annað fólk. Mér hefur fundist það hafa gefið mér meira en tekið. En, maður verður að halda því innan skynsamlegra marka.“ Skilningsleysi sem brýst út sem reiði Jón Óskar hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að myndlistinni, og svo sem ekki eins og hann sé á hægri ferð. Afköstin hafa verið mikil að undanförnu. Hvernig er hann að upplifa stöðu myndlistar á Íslandi í dag? Skiptir hún einhverju máli? „Ég held hún hafi verið virðulegri hér áður. Sennilega meira á stalli. Fjöldi myndlistarmanna hefur aukist gríðarlega. Ég held að meðlimir í SÍM séu á sjötta hundrað. Sennilega svona fimm þúsund myndlistarmenn sem eru starfandi með einum hætti eða öðrum. Og, ég held að það sé frábært að sem flestir fáist við þetta. En, á sama tíma er kannski áhugi samfélagsins á myndlist takmarkaður. Við erum ekki menningarþjóð. Við höfum logið því að okkur að við séum bókaþjóð. Það er vegna þess að það voru innflutningshöft og þetta var það eina sem var hægt að gefa í jólagjafir. En á móti eru Íslendingar ófeimnir við að segja það sem þeim finnst um bækur. Það finnst öllum þeir hafa vit á bókum. En þegar kemur að leikhúsi, tónlist og myndlist er fólk feimnara við að tjá sig. Ýtir því frá sér. Og þegar fólk skilur ekki eitthvað brýst það oft út í einhverri reiði; það segir að þetta sé bara eitthvað rugl. Hins vegar er okkur öllum tamt að gera myndir. Þetta er eitt það fyrsta sem barnið gerir. En, hver mynd eða bók, er aldrei betri en áhorfandinn. Almenn afstaða er sú að ef fólk sér ekkert út úr hlutnum er hann ekki góður. En, maður á ekkert endilega að skilja hluti, heldur upplifa þá. Frábært er að fá góðan áhorfanda sem leyfir sér að upplifa.“Hefur gaman að Eyjamönnum Jón Óskar og Hulda kona hans hafa lengi átt vinnustofu úti í Eyjum. Talandi um skilningsleysi gagnvart list sem brýst út í reiði... hvernig gengur sambýlið við Eyjamenn? „Það er alveg frábært. Föðurfólk mitt er Eyjafólk. Ég var þarna stundum sem krakki. Fór á sjó frá Eyjum sem unglingur. ég hef alltaf verið hrifinn af Eyjamönnum. Þeir eru svo kröftugir. Sumir vilja meina að þeir séu frekir, sem þeir eru en það heldur líka í þeim lífinu. Þetta samfélag í Eyjum er í sókn. Svo hafa menn verið að agnúast út í hann Elliða (Vignisson bæjarstjóra) og vissulega fer hann stundum offari. En, ég er hrifinn af látunum í honum. Hann ver sína haga, sitt hlað, sínar eyjar. Jón Óskar hefur sýnt tvisvar úti í Eyjum og Hulda Hákon einnig. „Eyjaskeggjar hafa bara gaman að þessu. Þeir hlæja að vitleysunni. Þeir eru bara eins og önnur samfélög þegar að þessu kemur, sumir eru mjög áhugasamir og aðrir ekki. Það er bara þannig. Það er ekki bara fiskur í Eyjum.“ En, þú dregur umhverfi þitt inn í verk þín, veran úti í Eyjum hefur ekki haft þau áhrif á þig að þú hafir farið út í að mála fisk? „Nei, ekki eins og konan mín. Nei, það er langt í það. Ég held að það séu bara Helgi Þorgils og Hulda sem eru í fiskunum.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira