Billy Hurley efstur á CIMB Classic eftir tvo hringi 31. október 2014 13:10 Sergio Garcia er í toppbaráttunni í Kuala Lumpur AP Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira