LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik kóngsins síðan hann sneri aftur heim til Cleveland, en liðið tapaði gegn New York Knicks á heimavelli í nótt, 95-90.
LeBron skoraði 22 stig og gaf 4 stoðsendingar í sínum fyrsta leik aftur í búningi Cleveland, en leikstjórnandinn KyrieIrving skoraði 22 stig og gaf 4 stoðsendingar. KevinLove bauð upp á myndarlega tvennu með 19 stig og 14 fráköst í sínum fyrsta mótsleik sem leikmaður Cavaliers.
Hjá Knicks var CarmeloAnthony stigahæstur eins og svo oft áður með 25 stig og 6 stoðsendingar og þeir Iman Shumpert og JasonSmith bættu við tólf stigum hvor. New York búið að vinna vinna og tapa einum við upphaf tímabilsins.
Það var svo boðið upp á stórleik í vestrinu þar sem Los Angeles Clippers lagði Oklahoma City Thunder, 93-93, á heimavelli í nótt. Báðum liðum spáð góðu gengi í vetur, en OKC spilar fyrstu vikurnar án mikilvægasta leikmanns síðasta tímabils, KevinsDurants.
Perry Jones skoraði manna mest á vellinum í gær fyrir OKC eða 32 stig, en hjá Clippers var Blake Griffin stigahæstur með 23 stig auk þess sem han tók 7 fráköst. ChrisPaul skoraði 22 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Orlando Magic - Washington Wizards 98-105
Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-91
Cleveland Cavaliers - New York Knicks 90-95
Dallas Mavericks - Utah Jazz 120-102
Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 93-90
Körfubolti