Klovn-félagar með nýja bíómynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 17:30 Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira