Lífið samstarf

Betri heilsa með Íslenskum Fjallagrösum

Framleiðsla fæðurbótarefna og hollra matvæla úr íslenskri náttúru er sérsvið Íslenskra fjallagrasa ehf. Gunnar Berg Viktorsson er framkvæmdastjóri félagsins.
Framleiðsla fæðurbótarefna og hollra matvæla úr íslenskri náttúru er sérsvið Íslenskra fjallagrasa ehf. Gunnar Berg Viktorsson er framkvæmdastjóri félagsins. GVA
Íslensk fjallagrös ehf. var stofnað á Blönduósi og leggur áherslu á framleiðslu fæðubótarefna og hollra matvæla úr íslenskri náttúru. Fyrirtækið er eitt elsta starfandi fyrirtækið hérlendis í sinni atvinnugrein og hefur sala á framleiðsluvörum þess vaxið ár frá ári. Vörur fyrirtækisins eru seldar undir vörumerkinu „Natura Islandica“ sem þýðir Náttúra Íslands á latínu.

Helstu vörur fyrirtækisins eru hálsmixtúrur fyrir börn og fullorðna, Soprano-hálstöflur og hylki. Einnig framleiðir fyrirtækið nokkrar tegundir áfengis eins og Fjallagrasa snafs sem er mjög vinsæll.

Upphaflega var framleiðslan unnin úr íslenskum fjallagrösum en er nú í vaxandi mæli unnin úr öðrum íslenskum jurtum og náttúruefnum. Fjallagrös eru vel þekkt lækningajurt og viðurkennd sem náttúrulyf í mörgum löndum. Þau eru jafnan kennd við Ísland enda er latneska heiti jurtarinnar Cetraria Islandica.

Fyrirtækið framleiðir nokkrar tegundir áfengis eins og Fjallagrasa snafs sem er mjög vinsæll.MYND/ÚR EINKASAFNI
Fjallagrös eru þó ekki planta heldur sveppir sem hafa tekið sér þörunga í fóstur og geta þannig lifað á sólarljósinu. Þau eru samsett úr trefjaefnum sem eru vatnsleysanleg og meltast ekki í maga heldur fara niður í þarma. Einnig hefur komið í ljós við rannsóknir að virku efnin í grösunum geta hindrað vöxt baktería, veira og krabbameinsfruma og örvað virkni ónæmiskerfisins.

Íslensk fjallagrös leggur áherslu á að vörurnar séu heilnæmar og innihaldi nær eingöngu náttúruleg hráefni. Vörurnar eiga að vera hentugar og aðgengilegar fólki í nútíma þjóðfélagi og hæfar bæði til sölu á Íslandi og erlendis. Markhópur eru almennir neytendur á Íslandi og ferðamenn, en einnig er unnið markvisst að því frá upphafi að þær henti til útflutnings. Vörurnar hafa um árbil verið seldar í Þýskalandi og nú er einnig að hefjast útflutningur til Hollands.

Nánari upplýsingar má finna inn á www.fjallagros.is. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×