Innlent

„Nornahraun“ orðið 70 ferkílómetrar

Atli Ísleifsson skrifar
Til samanburðar má nefna að samkvæmt Landmælingum er Eyjafjallajökull 78 ferkílómetrar og Þingvallavatn 82 ferkílómetrar.
Til samanburðar má nefna að samkvæmt Landmælingum er Eyjafjallajökull 78 ferkílómetrar og Þingvallavatn 82 ferkílómetrar. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ
Flatarmál nýja hraunsins í Holuhrauni er nú orðið 70 ferkílómetrar en starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans birtu ratsjármyndir af hrauninu á Facebook-síðu sinni í gær.

Til samanburðar má nefna að samkvæmt Landmælingum er Eyjafjallajökull 78 ferkílómetrar og Þingvallavatn 82 ferkílómetrar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í dag sagði að fjöldi jarðskjálfta sem hafi mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring væru níutíu. Þar af séu níu skjálftar af stærð milli 4 og 5 stig, sá stærsti 4,6. Lítil skjálftavirkni mælist í kvikuganginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×