David Toms og John Rollins deila forystunni í Mississippi 8. nóvember 2014 12:08 David Toms les í púttlínuna á sjöttu holu í gær. AP Hinn reynslumikli David Toms og John Rollins leiða á Sandersons Farms meistaramótinu sem fram fer í Mississippi en eftir tvo hringi á Jackson vellinum eru þeir á tíu höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir þeim félögum kemur Nick Taylor frá Kanada á átta höggum undir pari en Tom Gills og Robert Streb deila fjórða sætinu á sjö höggum undir.Woody Austin, sem sigraði á mótinu í fyrra, mun örugglega ekki verja titilinn í þetta sinn en hann er á einu höggi undir pari eftir hringina tvo og rétt náði niðurskurðinum. Kylfingurinn sem vakti mestu athyglina fyrstu tvo dagana var hinn 17 ára gamli Camden Backel en hann vann sér keppnirétt á mótinu í gegn um úrtökumót á mánudaginn. Fjölskylda, vinir og skólafélagar hans mættu og studdu vel við bakið á Backel en honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar og missti af niðurskurðinum. Hann sagði þó við fréttamenn að upplifunin af því að spila í móti á PGA-mótaröðinni hafi verið draumi líkust. Annar sem náði ekki niðurskurðinum var fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Hann sýndi gamla takta á fyrsta hringnum sem hann lék á 68 höggum en á öðrum hring kom hann inn á 79 höggum eða sjö yfir pari. Bein útsending verður frá þriðja hring á Sanderson Farms meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst hún klukkan 19:00. Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn reynslumikli David Toms og John Rollins leiða á Sandersons Farms meistaramótinu sem fram fer í Mississippi en eftir tvo hringi á Jackson vellinum eru þeir á tíu höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir þeim félögum kemur Nick Taylor frá Kanada á átta höggum undir pari en Tom Gills og Robert Streb deila fjórða sætinu á sjö höggum undir.Woody Austin, sem sigraði á mótinu í fyrra, mun örugglega ekki verja titilinn í þetta sinn en hann er á einu höggi undir pari eftir hringina tvo og rétt náði niðurskurðinum. Kylfingurinn sem vakti mestu athyglina fyrstu tvo dagana var hinn 17 ára gamli Camden Backel en hann vann sér keppnirétt á mótinu í gegn um úrtökumót á mánudaginn. Fjölskylda, vinir og skólafélagar hans mættu og studdu vel við bakið á Backel en honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar og missti af niðurskurðinum. Hann sagði þó við fréttamenn að upplifunin af því að spila í móti á PGA-mótaröðinni hafi verið draumi líkust. Annar sem náði ekki niðurskurðinum var fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Hann sýndi gamla takta á fyrsta hringnum sem hann lék á 68 höggum en á öðrum hring kom hann inn á 79 höggum eða sjö yfir pari. Bein útsending verður frá þriðja hring á Sanderson Farms meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst hún klukkan 19:00.
Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira