Körfubolti

Dýrast að fara á leik með Knicks

Miðaverð á NBA-leiki hækkar ár frá ári og hækkaði um 3,4 prósent frá því í fyrra.

Meðalmiðaverð á leik í deildinni er núna 6.700 kr. Miðar á leiki stærstu og vinsælustu liðanna eru þó talsvert dýrari.

Hæsta meðalverðið er á leiki NY Knicks. Meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er 16 þúsund krónur. Næstdýrast er að sjá Lakers en meðalmiðaverðið í Staples Center er tæpar 13 þúsund krónur.

Ódýrast er að sjá New Orleans og Charlotte. Meðalmiðaverðið á leiki með þeim félögum er litlar 3.700 krónur.

Sem fyrr er þó dýrast að fara á leiki í NFL-deildinni í Bandaríkjunum enda langvinsælasta íþróttin þar í landi. Meðalmiðaverðið á NFL-leik er um 11 þúsund krónur en á NHL-leik í íshokkí er það 7.700 kr.

Það er svo nánast ókeypis að kíkja á hafnaboltaleik í MLB-deildinni enda mikið spilað og vinsældir dvína með hverju ári. Meðalmiðaverð þar er 3.500 kr.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×