Frumflutningur á Vísi: Glænýr sérþáttur Party Zone Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 12:15 „Dansþáttur þjóðarinnar hefur vegna fjölda áskoranna ákveðið að setja af stað nýjan úrvarpsþátt. Það er löngu kominn tími á sérþátt sem sinnir öllum bestu lögum þáttarins frá upphafi,“ segir Helgi Már. Hann stjórnar hinum gamalgróna útvarpsþætti Party Zone ásamt Kristjáni Helga. Þeir félagar snúa aftur á Vísi í dag með sérþátt Party Zone en framvegis fer nýr sérþáttur í loftið fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Þemað í fyrsta þættinum, sem fylgir fréttinni, er dansárið mikla 1995. „Þetta er árið sem Party Zone gaf út safndiskinn PartyZone ´95 og hann sat á toppi íslenska breiðskífulistans í þrjár vikur, öllum poppurum bæjarins til mikillar furðu. Þetta er sömuleiðis árið sem útíhátiðin Uxi´95 var haldin og við í þættinum héldum fimm ára afmæli Party Zone á Tunglingu, og héldum að við værum orðnir fáránlega gamlir. Þar komu fram Masters at Work, Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega. Þetta var jafnframt fyrsta Party Zone-kvöldið þar sem við buðum uppá erlenda plötusnúða. Talandi um að byrja á toppnum,“ segir Helgi glaður í bragði. Helgi er í skýjunum með að frumflytja sérþáttinn á Vísi í dag en næsti þáttur fer í loftið þann 6. desember. Þá ætlar DJ Grétar að setja saman mix. „Við vonum að þessi þáttur eigi eftir að vekja lukku og góða stemmingu. Hver veit nema að við höldum annað PZ´95-kvöld fljótlega.“ Tónlist PartyZone Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Dansþáttur þjóðarinnar hefur vegna fjölda áskoranna ákveðið að setja af stað nýjan úrvarpsþátt. Það er löngu kominn tími á sérþátt sem sinnir öllum bestu lögum þáttarins frá upphafi,“ segir Helgi Már. Hann stjórnar hinum gamalgróna útvarpsþætti Party Zone ásamt Kristjáni Helga. Þeir félagar snúa aftur á Vísi í dag með sérþátt Party Zone en framvegis fer nýr sérþáttur í loftið fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Þemað í fyrsta þættinum, sem fylgir fréttinni, er dansárið mikla 1995. „Þetta er árið sem Party Zone gaf út safndiskinn PartyZone ´95 og hann sat á toppi íslenska breiðskífulistans í þrjár vikur, öllum poppurum bæjarins til mikillar furðu. Þetta er sömuleiðis árið sem útíhátiðin Uxi´95 var haldin og við í þættinum héldum fimm ára afmæli Party Zone á Tunglingu, og héldum að við værum orðnir fáránlega gamlir. Þar komu fram Masters at Work, Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega. Þetta var jafnframt fyrsta Party Zone-kvöldið þar sem við buðum uppá erlenda plötusnúða. Talandi um að byrja á toppnum,“ segir Helgi glaður í bragði. Helgi er í skýjunum með að frumflytja sérþáttinn á Vísi í dag en næsti þáttur fer í loftið þann 6. desember. Þá ætlar DJ Grétar að setja saman mix. „Við vonum að þessi þáttur eigi eftir að vekja lukku og góða stemmingu. Hver veit nema að við höldum annað PZ´95-kvöld fljótlega.“
Tónlist PartyZone Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira