Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2014 11:23 Í morgun hófst þriðja helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpu en eins og landsmenn hafa tekið eftir er ekkert veður til útivistar. Fyrsta helgin var ágæt þá sérstaklega föstudagur og laugardagur, þó það hafi aðeins farið eftir landshlutum, en veiðin var hvergi það sem mætti kalla góð því þrátt fyrir að vindur hafi verið lítill var hlýtt og snjórinn víða blautur en það hentar illa til rjúpnaveiða. Önnur helgin var afleit vegna rigninga, hlýinda og hvassviðris mjög víða enda heyrðist lítið af veiði þá helgina. Í morgun hófst svo þriðja helgin og hún byrjar ekki vel. Ekkert veður er til veiða á landinu og það spáir ekki betra veðri á morgun laugardag, en á sunnudaginn á samkvæmt spánni að lægja og það sem gerist þá er heldur ekki óskastaða en þá fara þúsundir veiðimanna til fjalla á sama tíma. Forsvarsmenn skotfélaga og veiðimenn heilt yfir hafa lýst yfir óánægju með núverandi veiðifyrirkomulag og ótíðinn á þessari rjúpnavertíð sýni það best að þetta gengur ekki upp til lengdar. Dagarnir séu of fáir og það geti hreinlega skapa hættu þegar veiðimenn fara til fjalla í leiðinlegum aðstæðum til að freista þess að ná í jólamatinn. Það er mat manna að það sé löngu tímabært að finna lausn á þessu máli. Bent hefur verið á fyrirkomulag hreindýraveiða og hvort það sé hægt að aðlaga það með einhverjum breytingum þó til að tryggja að ekki sé ofveitt, t.d. með því að skylda veiðimenn til að merkja veidda fugla. En með þessari aðferð þarf þó betra eftirlit með veiðum og þða fjármagn er ekki til. Þá er spurt hvort veiðimenn séu tilbúnir til að greiða fyrir rjúpnaleyfi til að borga undir frekara eftirlit með veiðum? Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði
Í morgun hófst þriðja helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpu en eins og landsmenn hafa tekið eftir er ekkert veður til útivistar. Fyrsta helgin var ágæt þá sérstaklega föstudagur og laugardagur, þó það hafi aðeins farið eftir landshlutum, en veiðin var hvergi það sem mætti kalla góð því þrátt fyrir að vindur hafi verið lítill var hlýtt og snjórinn víða blautur en það hentar illa til rjúpnaveiða. Önnur helgin var afleit vegna rigninga, hlýinda og hvassviðris mjög víða enda heyrðist lítið af veiði þá helgina. Í morgun hófst svo þriðja helgin og hún byrjar ekki vel. Ekkert veður er til veiða á landinu og það spáir ekki betra veðri á morgun laugardag, en á sunnudaginn á samkvæmt spánni að lægja og það sem gerist þá er heldur ekki óskastaða en þá fara þúsundir veiðimanna til fjalla á sama tíma. Forsvarsmenn skotfélaga og veiðimenn heilt yfir hafa lýst yfir óánægju með núverandi veiðifyrirkomulag og ótíðinn á þessari rjúpnavertíð sýni það best að þetta gengur ekki upp til lengdar. Dagarnir séu of fáir og það geti hreinlega skapa hættu þegar veiðimenn fara til fjalla í leiðinlegum aðstæðum til að freista þess að ná í jólamatinn. Það er mat manna að það sé löngu tímabært að finna lausn á þessu máli. Bent hefur verið á fyrirkomulag hreindýraveiða og hvort það sé hægt að aðlaga það með einhverjum breytingum þó til að tryggja að ekki sé ofveitt, t.d. með því að skylda veiðimenn til að merkja veidda fugla. En með þessari aðferð þarf þó betra eftirlit með veiðum og þða fjármagn er ekki til. Þá er spurt hvort veiðimenn séu tilbúnir til að greiða fyrir rjúpnaleyfi til að borga undir frekara eftirlit með veiðum?
Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði