Lagt til að sameina Kjöl og Bakkakot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2014 15:00 Mynd/GKJ Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“ Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira