Tónlist

„Við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
LOTV.
LOTV.
Hljómsveitin Lily of the Valley, eða LOTV, var að senda frá sér sína þriðju smáskífu, lagið Holy Water. LOTV gaf út sitt fyrsta lag í júní og hafa lögin I'll be waiting og Back hljómað mikið á öldum ljósvakans að undanförnu.

„Holy Water er í raun endirinn á svona lagaþrennu sem við ákváðum að gera í sumar. Þetta er hugljúft og angurvært lag sem er kannski ágætt eftir hasarinn í síðasta lagi,“ segir Logi Marr, gítarleikari sveitarinnar.

Aðspurður um myndbandið við lagið hefur Logi þetta að segja:

„Þetta er ekki neinn söguþráður í raun og kannski ekki svona hefðbundið tónlistarmyndband. Þetta er kannski helst einhver óður til íslenskrar náttúru. Við nennum ekki söguþræði, við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt. Tinna er í raun alltaf á einhverju flakki svo þetta er kannski ágætlega lýsandi fyrir hana - stelur gítartöskunni minni og flýr af vettvangi,“ segir Logi en myndbandavinnslan var í höndum Harðar Ásbjarnarsonar.

Lily of the Valley spilar á fjórum „off-venue“-tónleikum á Iceland Airwaves; á Hlemmur Square á fimmtudag, á Bar11 á föstudag, á Hressó á föstudag og á Loft Hostel á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.