Innlent

Skýstrókur úr fljótandi hrauni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Holuhrauni.
Frá Holuhrauni. Vísir/Egill
Danski eldfjallafræðingurinn Morten S. Riishuus tók upp meðfylgandi myndskeið sem birt var á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar í dag.

Myndskeiðið er ótrúlega flott og sýnir hvernig strókur sem myndast vegna hitauppstreymis rífur hraun með sér upp í loftið. Úr verður nokkurs konar skýstrókur úr fljótandi hrauni, sem þeytir hrauni í allar áttir.

Rúmlega 90 jarðskjálftar hafa mælst viðo Bárðarbungu síðasta sólarhringinn samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sá stærsti varð skömmu fyrir níu í gærkövldi og var hann 4,8 stig.

Sex skjálftar af stærð milli fjögur og fim stig mældust og um tíu skjálftar á milli þrjú og fjögur stig. Tæpur tugur skjálfta hefur mælst undir norðanverðum kvikuganginum, allir innan við tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×