Körfubolti

Tapleikir hjá LeBron og Kobe | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Houston vann sinn fyrsta leik í röð í NBA-deildinni í nótt en liðið mætti Miami Heat og hafði betur, 108-91.

James Harden átti enn einn stórleikinn fyrir lið Houston en hann var með 25 stig, tíu stoðsendingar og níu fráköst. Trevor Ariza bætti við nítján stigum.

Leikurinn var jafn framan af en 13-0 sprettur Houston seint í fjórða leikhluta innsiglaði sigur liðsins.

Chris Bosh skoraði 21 stig fyrir Miami sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Dwyane Wade var með nítján.

Þess má geta að Houston hefur á tímabilinu til þessa skorað fleiri stig utan þriggja stiga línunnar (213 stig) en innan hennar (198).

Cleveland tapaði fyrir Portland, 101-82, á útivelli þar sem stórstjarnan LeBron James skoraði einungis ellefu stig. Damien Lillard skoraði 27 stig fyrir Portland sem hafði tapað tveimur leikjum í röð.

Hvorki James né Kyrie Irving náðu sér á strik íleiknum. James nýtti fjögur af tólf skotum sínum og Irving aðeins þrjú af sautján.

Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir LA Lakers sem mátti samt sætta sig við tap fyrir Phoenix Suns, 106-112. Gerald Green skoraði 26 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að hafa byrjað á bekknum.

Lakers hefur tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa og hefur ekki byrjað verr síðan 1957 er liðið tapaði sjö fyrstu. Bryant tók alls 37 skot í leiknum en nýtti fjórtán þeirra.

Toronto vann Oklahoma City, 100-88, sem er enn án Kevin Durant og Russel Westbrook sem eru meiddir. DeMar DeRozan skoraði sextán stig fyrir kanadíska liðið.

Úrslit næturinar:

Indiana - Milwaukee 81-87

Miami - Houston 91-108

New York - Washington 83-98

Toronto - Oklahoma City 100-88

Chicago - Orlando 98-90

New Orleans - Charlotte 100-91

Portland - Cleveland 101-82

LA Lakers - Phoenix 106-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×