Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 13:57 Vísir/Stefán Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira