Gefur Beyoncé út nýja plötu eftir tíu daga? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 15:00 vísir/getty Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira