Himbrimi frumsýnir myndband á Vísi 3. nóvember 2014 00:34 Hljómsveitin Himbrimi gefur frá sér nýtt myndband við lagið Tearing. Hljómsveitin hefur nýlega komið fram á sjónarsviðið með laginu Highway sem kom inn á topplista X-ins 977 og Rásar 2. „Textinn er um unga stelpu sem áttar sig á því að hún hafi ekki fylgt eigin löngunum. Hún aðlagaði sig samfélaginu, stóð ekki með sjálfri sér og átti erfitt með að átta sig á hvað hennar innri rödd sagði. Til að öðlast ákveðna viðurkenningu hafi henni liðið eins og strengjabrúðu sem laut stjórn annarra. Hún finnur fyrir togstreitu innra með sér og ákveður að breyta lífi sínu. Hún finnur kjark til að standa með sjálfri sér. Þannig öðlast hún trú á eigin draumum. Lagið bendir á hvað fjölbreytileiki í samfélaginu skiptir miklu máli. Það tengja eflaust margir við umfjöllunarefni lagsins að líða eins og þau falli ekki í form samfélagsins. Lagið er hugsað sem hvatning til að vera samkvæmur sjálfum sér og finna styrk til að fylgja ástríðu sinni. Til þess er mikilvægt að gefa fólki rými til að vera eins og það er”, segir Margrét Rúnarsdóttir texta- og lagahöfundur en hún syngur og spilar á hljómborð í Himbrima. Margrét segir útkomu myndbandsins hafa staðist allar væntingar enda kom ótrúlega hæfileikaríkt fólk að vinnslu myndbandsins en Margrét Vala leikstýrði. Í myndbandinu breytist Margrét úr strengjabrúðu í fuglinn Himbrima sem er tákn frelsisins. Himbrimi eru að spila á Iceland Airwaves á fimmtudaginn kl. 00:20 á Frederiksen ásamt því að spila „off-venue" á miðvikudaginn kl. 17:30 á Dillon, á föstudaginn kl. 19:00 á Hlemmur Square og á laugardaginn kl 17:00 á Bunk Bar. Airwaves Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon
Hljómsveitin Himbrimi gefur frá sér nýtt myndband við lagið Tearing. Hljómsveitin hefur nýlega komið fram á sjónarsviðið með laginu Highway sem kom inn á topplista X-ins 977 og Rásar 2. „Textinn er um unga stelpu sem áttar sig á því að hún hafi ekki fylgt eigin löngunum. Hún aðlagaði sig samfélaginu, stóð ekki með sjálfri sér og átti erfitt með að átta sig á hvað hennar innri rödd sagði. Til að öðlast ákveðna viðurkenningu hafi henni liðið eins og strengjabrúðu sem laut stjórn annarra. Hún finnur fyrir togstreitu innra með sér og ákveður að breyta lífi sínu. Hún finnur kjark til að standa með sjálfri sér. Þannig öðlast hún trú á eigin draumum. Lagið bendir á hvað fjölbreytileiki í samfélaginu skiptir miklu máli. Það tengja eflaust margir við umfjöllunarefni lagsins að líða eins og þau falli ekki í form samfélagsins. Lagið er hugsað sem hvatning til að vera samkvæmur sjálfum sér og finna styrk til að fylgja ástríðu sinni. Til þess er mikilvægt að gefa fólki rými til að vera eins og það er”, segir Margrét Rúnarsdóttir texta- og lagahöfundur en hún syngur og spilar á hljómborð í Himbrima. Margrét segir útkomu myndbandsins hafa staðist allar væntingar enda kom ótrúlega hæfileikaríkt fólk að vinnslu myndbandsins en Margrét Vala leikstýrði. Í myndbandinu breytist Margrét úr strengjabrúðu í fuglinn Himbrima sem er tákn frelsisins. Himbrimi eru að spila á Iceland Airwaves á fimmtudaginn kl. 00:20 á Frederiksen ásamt því að spila „off-venue" á miðvikudaginn kl. 17:30 á Dillon, á föstudaginn kl. 19:00 á Hlemmur Square og á laugardaginn kl 17:00 á Bunk Bar.
Airwaves Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon