Hamilton fyrstur í mark í Austin Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. nóvember 2014 21:43 Hamilton var óstöðvandi í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Öryggisbíllinn kom út við upphaf annars hrings. Adrian Sutil og Sergio Perez lentu í samstuði. Perez lenti aftan á Kimi Raikkonen og hafnaði svo á Sutil. Ökumenn hópuðust inn á þjónustuhlé í kjölfarið til að skipta um dekk. Öryggisbíllinn kom inn við upphaf fimmta hrings.Sebastian Vettel skipti tvisvar um dekk á meðan öryggisbíllinn stjórnaði umferðinni. Hann var þá búinn að nota báðar dekkjagerðir og þurfti því ekki að taka annað þjónustuhlé til að fylgja reglunum. Hann tók þó fleiri vegna dekkjaslits. Ricciardo komst fram úr Bottas með því að taka þjónustuhlé einum hring á undan. Valtteri Bottas þurfti nauðsynlega að komast fljótt fram úr til að missa ekki af liðsfélaga sínum, Felipe Massa sem var í þriðja sæti þegar hér var komið við sögu. Bottas komst þó ekki fram úr Ricciardo og það myndaðist þó nokkuð bil á frá Massa aftur til Ricciardo og Bottas.Baráttan var gríðarleg í Texas í dag.Vísir/GettyNico Hulkenberg hætti keppni á 18. hring. Báðir Force India bílarnir voru því hættir keppni. Afleidd helgi fyrir liðið sem hugsanlega á að hættu að lenda í greiðsluvanda. Hamilton náði forystunni af Rosberg á 24. hring. Hamilton virtist einfaldlega hafa meira grip og tók fram úr í miðri beygju. Þeir snertust næstum. Hamilton skildi Rosberg svo hægt en örugglega eftir. Munurinn á Mercedesbílunum virðist vera vegna smá framvængsbreytinga sem hann lét framkvæma í fyrsta þjónustuhléi sínu. Bratti vængsins var aukinn og svo virðist sem það hafi aukið gripið talsvert og skipt sköpum. Ricciardo náði þriðja sætinu af Massa á 33. hring með því að taka styttra þjónustuhlé í annarri umferð þjónustuhléa. Ricciardo var þá kominn fram úr báðum Williams bílunum með sömu aðferð. Harka færðist í leikinn hjá þeim sem voru í miðri röðinni. Frá Button í áttunda sæti og aftur úr. Mikið var um snertingar og fram úr akstra. Rosberg gerði lokaatlögu að Hamilton á síðustu hringjum keppninnar. Þegar Rosberg stytti bilið á milli þeirra svaraði Hamilton samstundist. Hamilton hélt forystunni til loka og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 24 stig.Pastor Maldonado náði í sitt fyrsta stig á tímabilinu í dag. Lotus virðist vera að ná framförum. Ekki seinna vænna þegar tvær keppnir eru eftir.Ricciardo átti frábæran dag.Vísir/Getty„Lewis var snjallari í dag, sparaði dekkin örlítið meira og gat því barist af meiri hörku. Það skilaði honum fyrsta sætinu að lokum. Annar ökumanna okkar mun nú pottétt verða heimsmeistari,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins. „Það er frábært að vera efstur í keppni ökumanna. Bíllinn var frábær,“ sagði Hamilton. „Þetta var erfiður dagur, það tók mig langan tíma að finna taktinn. Ég fann hann ekki fyrr en Lewis var farinn fram úr, þá var það of seint,“ sagði Rosberg. „Þetta er frábær staður, hér er hægt að taka fram úr og ég náði Magnussen snemma og svo Alonso eftir endurræsinguna. Þetta var ekkert of leiðinlegt,“ sagði Ricciardo sem á ekki lengur stærfræðilegan möguleika á heimsmeistaratitlinum. „Ekki skemmtileg keppni, það var mikið af vandamálum í afturhluta bílsins. Vonandi hentar brautinn í Brasilíu okkur betur. Það virðist vera þanngi að brautir annað hvort henti okkur eða alls ekki. Það væri betra að vera samkeppnishæfur alls staðar,“ sagði Button niðurlútur eftir keppni, ætli hann eigi bara tvær keppnir eftir á Formúlu 1 ferli sínum? McLaren á enn eftir að tilkynna ökumenn sína á næsta ári.Maldonado náði loksins í stig í dag. Hann kann þá að keyra, einhverjir voru farnir að efast um það.Vísir/GettyÚrslit bandaríska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 15 stig 4.Felipe Massa - Williams - 12 stig 5.Valtteri Bottas - Williams - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Sebastian Vettel - Red Bull - 6 stig 8.Kevin Magnussen - McLaren - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Pastor Maldonado - Lotus - 1 stig 11.Romain Grosjean - Lotus 12.Jenson Button - McLaren 13.Kimi Raikkonen - Ferrari 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Daniil Kvyat - Toro Rosso Sergio Perez - Force Indi - kláraði ekki Nico Hulkenberg - Force India - kláraði ekki Adrian Sutil - Sauber - kláraði ekki Næsta keppni fer fram í Brasilíu um næstu helgi. Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05 Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Öryggisbíllinn kom út við upphaf annars hrings. Adrian Sutil og Sergio Perez lentu í samstuði. Perez lenti aftan á Kimi Raikkonen og hafnaði svo á Sutil. Ökumenn hópuðust inn á þjónustuhlé í kjölfarið til að skipta um dekk. Öryggisbíllinn kom inn við upphaf fimmta hrings.Sebastian Vettel skipti tvisvar um dekk á meðan öryggisbíllinn stjórnaði umferðinni. Hann var þá búinn að nota báðar dekkjagerðir og þurfti því ekki að taka annað þjónustuhlé til að fylgja reglunum. Hann tók þó fleiri vegna dekkjaslits. Ricciardo komst fram úr Bottas með því að taka þjónustuhlé einum hring á undan. Valtteri Bottas þurfti nauðsynlega að komast fljótt fram úr til að missa ekki af liðsfélaga sínum, Felipe Massa sem var í þriðja sæti þegar hér var komið við sögu. Bottas komst þó ekki fram úr Ricciardo og það myndaðist þó nokkuð bil á frá Massa aftur til Ricciardo og Bottas.Baráttan var gríðarleg í Texas í dag.Vísir/GettyNico Hulkenberg hætti keppni á 18. hring. Báðir Force India bílarnir voru því hættir keppni. Afleidd helgi fyrir liðið sem hugsanlega á að hættu að lenda í greiðsluvanda. Hamilton náði forystunni af Rosberg á 24. hring. Hamilton virtist einfaldlega hafa meira grip og tók fram úr í miðri beygju. Þeir snertust næstum. Hamilton skildi Rosberg svo hægt en örugglega eftir. Munurinn á Mercedesbílunum virðist vera vegna smá framvængsbreytinga sem hann lét framkvæma í fyrsta þjónustuhléi sínu. Bratti vængsins var aukinn og svo virðist sem það hafi aukið gripið talsvert og skipt sköpum. Ricciardo náði þriðja sætinu af Massa á 33. hring með því að taka styttra þjónustuhlé í annarri umferð þjónustuhléa. Ricciardo var þá kominn fram úr báðum Williams bílunum með sömu aðferð. Harka færðist í leikinn hjá þeim sem voru í miðri röðinni. Frá Button í áttunda sæti og aftur úr. Mikið var um snertingar og fram úr akstra. Rosberg gerði lokaatlögu að Hamilton á síðustu hringjum keppninnar. Þegar Rosberg stytti bilið á milli þeirra svaraði Hamilton samstundist. Hamilton hélt forystunni til loka og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 24 stig.Pastor Maldonado náði í sitt fyrsta stig á tímabilinu í dag. Lotus virðist vera að ná framförum. Ekki seinna vænna þegar tvær keppnir eru eftir.Ricciardo átti frábæran dag.Vísir/Getty„Lewis var snjallari í dag, sparaði dekkin örlítið meira og gat því barist af meiri hörku. Það skilaði honum fyrsta sætinu að lokum. Annar ökumanna okkar mun nú pottétt verða heimsmeistari,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins. „Það er frábært að vera efstur í keppni ökumanna. Bíllinn var frábær,“ sagði Hamilton. „Þetta var erfiður dagur, það tók mig langan tíma að finna taktinn. Ég fann hann ekki fyrr en Lewis var farinn fram úr, þá var það of seint,“ sagði Rosberg. „Þetta er frábær staður, hér er hægt að taka fram úr og ég náði Magnussen snemma og svo Alonso eftir endurræsinguna. Þetta var ekkert of leiðinlegt,“ sagði Ricciardo sem á ekki lengur stærfræðilegan möguleika á heimsmeistaratitlinum. „Ekki skemmtileg keppni, það var mikið af vandamálum í afturhluta bílsins. Vonandi hentar brautinn í Brasilíu okkur betur. Það virðist vera þanngi að brautir annað hvort henti okkur eða alls ekki. Það væri betra að vera samkeppnishæfur alls staðar,“ sagði Button niðurlútur eftir keppni, ætli hann eigi bara tvær keppnir eftir á Formúlu 1 ferli sínum? McLaren á enn eftir að tilkynna ökumenn sína á næsta ári.Maldonado náði loksins í stig í dag. Hann kann þá að keyra, einhverjir voru farnir að efast um það.Vísir/GettyÚrslit bandaríska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 15 stig 4.Felipe Massa - Williams - 12 stig 5.Valtteri Bottas - Williams - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Sebastian Vettel - Red Bull - 6 stig 8.Kevin Magnussen - McLaren - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Pastor Maldonado - Lotus - 1 stig 11.Romain Grosjean - Lotus 12.Jenson Button - McLaren 13.Kimi Raikkonen - Ferrari 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Daniil Kvyat - Toro Rosso Sergio Perez - Force Indi - kláraði ekki Nico Hulkenberg - Force India - kláraði ekki Adrian Sutil - Sauber - kláraði ekki Næsta keppni fer fram í Brasilíu um næstu helgi.
Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05 Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30
Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30
Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05
Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00