Kobe Bryant fjórði maðurinn sem skorar 32.000 stig í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Kobe Bryant gekk sáttur af velli í nótt. vísir/getty Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira