Körfubolti

Cleveland tapaði á heimavelli | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Endurkoman gengur erfiðlega.
Endurkoman gengur erfiðlega. vísir/getty
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu öðrum leiknum af fjórum á heimavelli í nótt þegar þeir lutu óvænt í gras gegn Denver Nuggets, 106-97.

Þetta er aðeins þriðji sigurleikur Denver á leiktíðinni, en Cleveland hefur farið brösulega af stað með þá LeBron, Kyrie Irving og Kevin Love innanborðs. Liðið búið að vinna fimm leiki af níu.

Ty Lawson og Arron Afflalo voru stigahæstir gestanna með 24 og 23 stig og þá var miðherjinn Timofey Mozgov öflugur undir körfunni með 14 stig og 11 fráköst.

Stjörnuþríeykið hjá Cleveland stóð sig allt vel. LeBron var stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Kyrie Irving skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar og Kevin Love skoraði einnig 20 stig og tók 11 fráköst.

Memphis Grizzlies er efst í vesturdeildinni með tíu sigra og eitt tap, en það vann toppslaginn gegn Houston Rockets (9-2) örugglega í nótt, 119-93.

Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, var stigahæstur liðsins með 19 stig og skotbakvörðurinn Courtney Lee skoraði 15 stig. Liðið fékk mikla hjálp af bekknum en fjórir leikmenn Memphis sem byrjuðu á bekknum skoruðu tíu stig eða meira.

Trevor Ariza var stigahæstur hjá Houston með 16 stig og Dwight Howard skoraði 15 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 80-107

Cleveland Cavaliers - Denver Nuggets 97-106

Boston Celtics - Phoenix Suns 114-118

Brooklyn Nets - Miami Heat 83-95

Detroit Pistons - Orlando Magic 93-107

Memphis Grizzlies - Houston Rockets 119-93

San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 100-75

Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicas 102-93

Los Angeles Clippers - Chicago Bulls 89-105

Skuggavélin í leik Dallas og Charlotte: Nikola Vucevic bauð upp á tvennu í sigri á Detroit: Al-Farouq Aminu með tröllatroðslu fyrir Dallas: Snotur stoðsending Deron Williams:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×